Þjóðviljinn - 24.12.1968, Side 29

Þjóðviljinn - 24.12.1968, Side 29
ÞETTA ÞARF ÉG AÐ SEGJA ÞÉR SMÁSAGA EFTIR SAROYAN Á aðfangadagskvöld árið 1940 vildi svo til að ég var staddur á brautarstöð og þar mátti heyra útvarpað frá jólaskemmt- uin, sem haldin var fyrir fátæk böm. Ég sat niðursokkinn í vinnu mína og hlustaði naumast á útvarpið, en um leið og ég heyrði jólaraddir barnanna hætti ég að skrifa og tók að hlusta. Þaö sem ég heyrði og var full- komlega raunverulegt gerði mig sjúkan. Það var ekki annað ráð til en að skrifa um það, og það gerði ég. Ég byrjaði að skrifa ium leið og útsendingunni lauk, skrifaði næstum nákvæmlega það, sem ég hlustaði á. Loka- orðin eru það, sem ég óskaði að heyra en heyrði ekki. Leik- ritið var flutt í útvarp á að- fangadagskvöld 1941. Pólk fæðist í heiminn með marga sterka og góða eiginleika. en sterkastur af þeim öllum er tilhlökkunin, sem kemur i heiminn með hverju nýju mannsbarni sem fæðist. Þessi tilhlökkun er sterkust meðan fólk er ungt, en hún hverfur aldrei alveg. Enginn hefur nokkru sinni fæðst án þess að koma með tilhlökkunina með sér. Allt mannkynið á tilhlökk- unina og hefur átt hana frá upphafi. Hvert einasta ár bernskunnar stuðlar að því að efla tilhlökk- unina, þar til sá timi kemur að hinn bamalagasti af öllum börnum verður f heiminn bor- inn: Sá vitrasti, elskulegasti, sá sem mesta stillingu á og mesta hugrekkið. Hvert einasta ár þegar fæðingardagur hans nálg- ast, verður veröldin hljóðlát, vegna árstímans og vegna minn- ingarinnar um líf hans meðal fólksins, Börn, sem af alvöru þekkja til ævi Krists, vænta alls á fæð- ingardegi hans. Hveirt á sinn hátt. Fátækasti drengurinn, fá- tækasta telpan. Tilhlökkunin, óskin er uppfyllt með góðum gjöfum: Frá Nonna til mömmu, næla, frá pabba til Siggu, nýr bíll. Gjöfin, sama hver hún er, er aðeins vanmáttug eftirlíking af hinni einu sönnu gjöf. sem við getum gefið hvert öðru: Sjálfan sig — eins og t. d. lít- ill enskur drengur af konungs- ætt, sem skrifaði stóra bróður sínum svohljóðandi bréf: Kæri bróðir! Beztu þakkir fyrir bréfið. Ég mun gæta þess betur en allra leikfanganna minna: Ég ætla að gefa Newton kennara byssuna mína. Þér ætla ég að gefa allt, sem ég á: bækumar, hestana, bogann minn, allt sem þú vilt eiga. Góði bróðir, láttu þér þykja vænt um mig og mér mun allt- af þykja vænt um þig og gera allt fyrir þig. Bróðir þinn sem þú ræður yfir. Yark. Tilhlökkunin í brjóstum fólks er eins og hún á að vera, leynd- ardómsfull — hlédræg og trúar- leg að uppruna, undarleg ójarð- nesk þrá. Þrá, sem aldrei verð- ur fullnægt algerlega, öll börn kannast við tómleikann og sárs- aukatilfinninguna þegar til- hlökkuninni er fullnægt með keyptu leikfangi i jólagjöf, þvi hvert einasta barn trúir að jól- in séu mikil hátíð og sjálfsagð- ur hluti af tilverunni, einskonar sönnun draumsins um dásemdir lffsins, alltaf og allstaðar. Barn- ið tekur þakklátt við gjöfinni og reynir eftir mætti að sam- rýma hana þrá sinni, en það heppnast ekki. Eftir því sem barnið verður eldra býst það við minni töfr- um, en því meiru af áþreifan- legum gæðum, en gegnum þetta lærist þvi að hætta að sjá hill- ingarnar. Það kemur i ljós að heimurinn er hræðilegur, fullur af þreyttu, hálfrugluðu hræddu og taugaveikluðu fólki. Þetta á að vera mannkynið sjálft í dýrð sinni, en reynist þá vera sín eigin smán. Þetta fyllir barnið takmarkalausri einmana- kennd og reiðd og stundum stolti, sem herðir skap þess. En þegar barnið verður fullorðnara verður það einnig eitt af þessu fólki, sem það áður gat ekki sætt sig við. Það týnir einnig sjálfu sér. Það er þá, sem maður byrjair að elska. f stað þess að hata heiminn verður maður að kynn- ast honum, skilja hann og elska. Maður verður að sætta sig við hinar slæmu hliðar hans og síð- an reyna að skyggnast dýpra inn ( hann frá öllum áttum. Komast gegnum yfirborðið og finna það ríki þar sem hinn grimmi heimur er eldd til og þar, sem hið týnda mannkyn er enn tíl, ungt og saklaust: Ríki bamsins. Allir þurfa að eiga eitthvað til þess að muna. Margir minn- ast æsku sinnair. Ævi Krists endaði á unga aldri. Stjórn- málaflokkar, sem hvetja fólk til þess að gleyma ungu árun- um eru fyrirfram dauðadæmdir, því að fólki er nauðsynlegt að muna æsku sína og sakleysi. Vegna þess að ef fólk samræmir ekki æskuhugsjónirnar, vitið, góðvildina og heiðarleikann, gleymir ekki, verða því allir hlutir eðlilegir. Á hverjum degi byrjar maður nýtt líf. En and- lega lifið — það innra og æðra — byrjar ár hvert um jólaleytið. Það er þá, sem allir muna sjálfa sig og þá, sem þeir hafa þekkt. Á þeim árstíma man maður öll smáatriðin, (sem reyndar ei-u þau stærstu) og þau birtast manni í rétfcri stærð, og eitt hlýlegt bros eykur mikiu meira á gleðina í heiminum en mörg að þvf er sýnist stór góðverk, sem eru gersneydd mannlegum kærleika. Það er stund fólksins sjálfs, eins og það raunveru- lega er. Efnislegum verðmætum er kastað burt og allir sagir, hver á sinn hátt: Ég vil gefa þér allt sem óg á. Þá er einnig tími söngsins. Ekki aðeins raddanna, sem eru fagrar og fágaðar, heldur söngs alls heimsins, lifandi, einfaldur og fuliur þakklætis. Og það er tími hinnar sak- lausu ástar, einfaldrar og heitr- ar af lífseldi og víni. Og líka er það sá tími þegar enginn kemst hjá þvi að verða affcur barn, sem býst við miklu og finnur að það langar til að gefa, gefa á þann hátt að hinni mesfcu eftirvæntingu verði full- nægt. (Otvarp flrá jólaskemmtun barna heyrist um allt landið. Hljómsveitin leikur ..Klukkna- hljóð“. Bömin syng'a. Þau hætta söngnum, hrópa og klappa). Þulurinn (elskulega): Þetta var fallegt, börnin mín. Er ekki gaman hjá ykkur? Framháld á bls. 88. u JÓLABLAÐ - 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.