Þjóðviljinn - 24.12.1968, Síða 30
NYPA
Mér þykir rétt að fylgja sög-
unni af Nýpu og þulunum tveim
úr hlaði með nokkrum orðum.
Þetta er skrifað upp eftir eldri
konu, Kristínu á Blesastöðum
(Skeiðum), sumarið 1966. Ekkert
af þessu er að finna í safni Ólafs
Davíðssonar. Ég hef ekki heyrt
söguna af Nýpu né þuluna um
tíkina áður, svo ég muni. Nýpa
er kölluð dóttir Grýlu kerlingar í
þulu neðanmáls í Þjóðsögum J.Á.
(bls. 219, fyrra bindi). Annars er
lítið vitað um Nýpu nema sem
segir í alkunnri leikþulu: Hvar
býr hún Nýpa? Þó gæti að sjálf-
sögðu eitthvað Ieynzt í ritum eða
uppskriftum.
„Hver er kominn úti" lærði ég
í barnæsku á Vestf jörðum. Því hef
ég Ieyft mér eina breytingu: „að
þylja tölur" í staðinn fyrir að
syngja tölur, eins og Kristín fór
með það. Annars eru hér engar
vísvitandi breytingar. Ef til vill
vantar eina hendingu á eftir:
.Kapalinn og kaupskip". — Það
sem hreif mig, var hljómandi
hrynjandin og hið þjálfaða mál,
eins og bezt getur verið og lifað
hefur á vörum þjóðarinnar frá
upphafi.
Sveinn Bergsveinsson.
Nýpa kom til móður sinnar og sagðist vera ósköp svöng.
Móðir hennar sagði að hún mætti sleikja innan keraldið og
tunnuna. En hvað gerði hún Nýpa? Hún gleypti bæði keraldið og
tunnuna. Svo gekk hún út, og þá sá hún tvo hrafna.
Sæli Nýpa, sögðu þeir.
Sælir líka, sagði hún.
Hvað fékkstu í morgun, Nýpa mín?
Kerald móður minnar, tunnu móður minnar. Þó get ég gleypt
ykkur. Og það gerði hún. Svo gekk hún lengra. Þá hitti hún
tvo ketti.
Sæli Nýpa, sögðu þeir.
Sælir líka, sagði hún.
Hvað fékkstu í morgun, Nýpa mín?
Kerald móður minnar, tunnu móður minnar og tvo hrafna. Þó get
ég gleypt ykkur. Og það gerði hún. Svo gekk hún lengra. Þá
hitti hún 16 tryppi.
Sæli Nýpa, sögðu þau.
Sæl líka, sagði hún.
Hvað fékkstu í morgun, Nýpa mín?
Kerald móður minnar, tunnu móður minnar, tvo hrafna og tvo
ketti. Þó get ég gleypt ykkur. Og það gerði hún. Svo gekk hún
lengra. Þá hitti hún 17 kvígur.
Sæli Nýpa, sögðu þær.
Sælar líka, sagði hún.
Hvað fékkstu í morgun, Nýpa mín?
Kerald móður minnar, tunnu móður minnar, tvo hrafna, tvo ketti
og sextán tryppi. Þó get ég gleyptykkur. Og það gerði hún.
Svo gekk hún lengra. Þá hitti hún 100 fjár og mann og hund.
Sæli Nýpa, sögðu þau.
Sæli þið, sagði hún.
Hvað fékkstu í morgun, Nýpa mín?
Kerald móður minnar, tunnu móður minnar, tvo hrafna, tvo ketti,
sextán tryppi og sautján kvígur. Samt get ég gleypt ykkur.
Og það gerði hún. Svo hitti hún kaupskip með mönnum á.
Sæli Nýpa, sögðu þeir.
Sæli nú, sagði hún.
Hvað fékkstu í morgun, Nýpa mín?
Kerald móður minnar, tunnu móður minnar, tvo hrafna, tvo ketti,
sextán tryppi, sautján kvígur, hundrað fjár, einn mann og hund.
Og þó get ég gleypt ykkur. Svo gleypti hún mennina og skipið.
Og enn gekk hún Nýpa. Þá hitti hún ofurlítinn snjótittling.
Sæli Nýpa, sagði hann.
Sæll líka, sagði hún.
Hvað fékkstu í morgun, Nýpa mín?
Kerald móður minnar, tunnu móður minnar, tvo hrafna, tvo
ketti, sextán tryppi, sautján kvígur, hundrað fjár, einn
30 - JÓLABLAÐ