Þjóðviljinn - 24.12.1968, Qupperneq 35

Þjóðviljinn - 24.12.1968, Qupperneq 35
1907 (45x,38 cm) hugmyndinni um hina tilviljunar- kenndu list. Þið munið eflaust, herrar mín- ir, efdr ævintýrinu um drenginn, sem gekk um skóginn og sá „skógardísina, huldukonuna." Hún var fögur eins og ljósið, meó smaragðaugu o. s. frv. Hann nálgast hana, en hún snýr í hann bakinu, sem lítur út eins og trjábolur. Auðvitað var það aðeins trjábolur, sem drengurinn sá, ' ímyndunarafl hans var frjótt og hann sá þarna fagra konumynd. Það er dálítið sem hefur komið fyrir mig aftur og aftur. Dag nokkurn þegar ég var á gönguferð kom ég að litlu moldarflagi bak við runna. Ég var langt í burtu í huganum, en augu mín stöðv- uðust við einhvern skrítinn hlut, sem lá í grasinu. Fyrst var það eins og kýr, breyttist svo strax í bændahjón, síðan í trjábol og svo .... Svona sífelldar breydngar á skynjun líka mér vel .... mér er ekki ljóst af hverju þær stafa .... mér finnst að eftir andartak fái skynsemin yfirhöndina .... en ég vil það ekki .... nú er þetta orðið að fólki í skógarferð .... en fólkið hreyfist þó ekki .... ó .... nú get ég séð það .... það er plógur ■ sem hefur verið skilinn eftir 'þarna, föt plægingamannsins og pokinn hans hanga á plógnum. Þannig er þetta. Það er ekkert {meira að sjá! Nautnin horfin um | leið. Finnst ekki í þessu fólgin skýr- :ing á þessum nýtízku málverkum, sem fólk virðist eiga svo erfitt með að skilja. í fyrstu sér maður ekki annað en hrærigraut af lit- um, því næst er eins og myndin ætli að líkjast einhverju, en, nei, hún líkist engu. Að Jokum finnst þó blettur, sem hægt er að festa augun við, liann breiðist út, lit- irnir hópast kringum hann, það koma Ijósgeislar og út frá þeim greinar og kvistir, líkt og frost- rósir á glugga .... og myndin öðlast líf frammi fyrir áhorfand- anum, sem hefur verið viðstaddur fæðingu hennar og vöxt. Og það sem betra er: Þessi mynd er ávallt ný, breytist eftir ljósi og skugg- um, þreytist aldrei, ávallt ung og ný vegna þess að hún ber í sér lífið sjálft. Þegar ég á tómstundir fæst ég svolítið við að mála. Til þess að geta ráðið yfir efninu vel ég striga eða kartonpappír af hæfilegri stærð, þannig að ég geti lokið myndinni meðan áhuginn endist, tvær til þrjár klukkustundir. Ég er knúinn af óljósri þörf. Ég horfi til skuggalegs skógarins, þar sem einnig sést út yfir hafið, það er sólsetur: Og svo: Með þessum hníf — ég á enga pensla — dreifi ég litunum og mynda eitthvað, sem í stórum dráttum líkist teikningu. Auði bletturinn í miðjunni á að sýna hafið út við sjóndeildarhringinn, þarna er skýjaþykknið, laufskrúðið, trjá- greinarnar, málað í margvíslegum litum, einum fjórtán — fimmtán, hver innan um annan en þó í fullkomnu samræmi. Flöturinn er allur útfærður, ég geng aftur á bak frá myndinni til þess að virða fyrir mér. Hver fjandinn! Ég kem ekki auga á nokkurt haf, bletturinn í miðjunni sýnir botnlaust djúp, þar sem loftkenndar líkamalausar verur svífa eins og álfar með langa skýjaslóða á eftir sér. Skóg- urinn Iíkist dimmum neðanjarð- arhelli, illgresi vex við munna hans, og grunnurinn — við skul- um athuga hvað við sjáum — klettar, þaktir gróðri sem hvergi fyrirfinnst — og þarna til hægri hefur hnífurinn sléttað of mikið úr litunum, svo glampar á, eins og á sléttan og speglandi vatns- flöt — aðeins vatn! Ágætt! En yfir vatninu er hvítur og rósrauð- ur blettur, sem ég get ekki áttað mig á hvaðan er kominn. Bíðið andartak! — Það er rós! — Hníf- urinn vinnur fáeinar sekúndur og vatnið er umkringt rósum, rósum, aragrúa af rósum! Ég snerti flöt- inn ofurlétt með fingrinum hing- að og þangað, það fær litlna til að renna svolítið saman, grófustu drættirnir hverfa, það verður létt- ara yfir, gagnsærra, og myndin er ful.Igerð! Konan mín — við erum miklir mátar þessa stundina — kemur, starir, hrópar í hrifningu þegar hún sér þetta Tannháuserlistaverk, þar sem stórar slöngur (álfarnir mínir) svífa yfir töfralandinu og rósirnar speglast í brennisteinsgíg (vatninu mínu!). í heila viku dáist hún að „lista- verkinu", virðir það á mörg þús- und franka, fullyrðir að það eigi Framhald á síðu 96. JÓLABLAÐ — 35 1892 (62x97 cui)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.