Þjóðviljinn - 24.12.1968, Page 42

Þjóðviljinn - 24.12.1968, Page 42
purarauöna blóima, og var hvert þeirra svo fagurt sem { gim- stein sæi, en öll til samans báru þau af sér slíkan ljóma, að garðurinn sýndist sjálflýSandi, einnig þegar ekki var bjart yfir. Hvert sem litið var blöstu við jurtir og grös, sem að vísu jöfnuðust ekki við þetta að feg- urð, en báru þess engu að síð- ur vott, að um þær var hugs- að og að þeim hlúð af mestu nærgætni. Sumar voru í ker- um, vel skreyttum gömlum myndum, aðrar í einföldum jurtapottum, sumar skriðu eins og slöngur, „aðrar klifruðu, og héldu sér í hvað sem fyrir var. Ein jurtin hafði undizt utan um styttu af Vertumnusi, og var hún hulin til hálfs i þessum skrúða, en svo vel fór á þessu, að listamanni hefði getað verið það góð fyrirmynd. Þar sem nú Giovanni stend- ur við gluggann og er að virða þetta fyrir sér, heyrir hann þrusk 1 garðinum innan úr laufþykkni, og sér þá að þar er maður að verki. Nú kemur sá maður £ ljós, og sást þá við fyrstu sýn, að þetta mundi ekki neinn venjulegur garð- yrkjumaður vera, svo magur og veiklulegur, sem hann var, auk þess sem hann var Mæddur svörtum fötum líkt og lærdóms- maður. Hann var farinn að reskjast, hárið tekið að grána, skeggið þunnt og grátt, en and- litssvipurinn markaður hárri mennt og hyggjuviti, einnig bar hann það með sér að lundin hefði aldrei verið tiltakanlega hlý. Alúð hans við verk sitt var auðsén, og kunnáitan leyndi sér ekki, og það var því líkast sem hann væri að virða fyrir sér innsta eðli jurtanna, gera athuganir á vaxtargetu þeirra og eðli, finna hvemig á því gæti staðið að eitt laufið hafði þessa lögun en annað aðra, og hvað því gæti valdið að eitt hafði þennan lit og ilm en ann- að annan. En þó að hann aði- gætti gróðurinn af þvílíkri alúð og snilld, varð ekki séð að hann bæri til jurtanna nokkum vott vinsemdar. öðru nær, enda forðaðist hann að snerta nokkra þeirra, og einnig að anda að sér ilminum frá þeim, og undr- aðist Giovanni þetta stórum, en látæði mannsins var því líkast sem væri hann staddur í bráð- asta háska innan um eitraða höggorma, eða illa anda, sem mundu vinna honum ógnarlegt tjón ef hann gætti sín ekki vel við hvert fótmál. Unga mann- inum, sem á betta horfði, bótti mikilli furðu gegna að svo snjall og baulvanur gariiyrkju- maður skyldi hafa slíkan ótta af jurtum sínum. sem hann grannskoðaði af slíkri natmi, Og hlaut að vera gagnkunnug- ur. Enda er varla til neitt verk öllu ósaknæmara en earðvrkia, og hefur hún verið ótöldum kynslóðum til gagns og gleði. Hvo"skonar garður gat betta verið. unaðslegur sem paradís, gat verið að bar leyndist slang- an og að hann væri Adam garðsins? Þessi tortrygieini garðyrkju- maður, sem nú var að tína burt visnuð blöð og grisia g-æinar, hafði á höndum sér bykka glófa sér til vamar. Ekiki voru þeir hinar einu verjur, sem hann hafði. Því begar hann kom þangað í garðinum, sem jurtin fagra óx í marmavaker- inu í brunninum miðjum, setti hann einhverskonar grimu fyr- ir vit sín, eins og hann áliti að þessi Ijómandi fegurð geymdi skaðvænt eitur, en samt var sem hann þvrði ekki að nálgast þennan voða, heldur hörfaði hann, tók af sé" prímuna og hrópaði hátt, en bó með veiklu- legri rödd sjúks manns: „Beatrice! Beatrice!“ „Hér er ég, faðir minn. Hvað viltu mér?“ var kallað með unglegri, hljómskærri rödd úr glugga í húsinu á móti — svo föguir var þessi rödd eins og sólarlag suðrænna landa, og hún minnti Giovanni á fagur- og dimmrauða liti, Og sætan, höfgan ilm. „Ertu úti í garði?“ „Já, Beatrice,“ svaraði gaið- EIGINKONUR UNNUSTUR Gefið eiginmanninum eða unnustanum REMINGTON RAKVÉL HVAR SEM ER - HVENÆR SEM ER Remington rakvélar eru það þekktar að ekki þarf að leggja áherzlu á gæðin. Við viljum aftur á móti leggja áherzlu á fjölbreytni í gerð þessara rakvéla. Rakvélin sem við sýnum hér er tengd við rafhlöðu og getur eigandi hennar rakað sig hvar sem er og hvenær sem er án þess að hafa áhyggjur út af því hvort rafmagn sé á staðnum eða ekki. Vélin rakar jafn vel og vélar, sem tengdar eru við rafmagn — þ.e.a.s. óaðfinnanlega. Þetta er falleg, nytsöm gjöf — gjöf sem sérhver karlmaður kann að meta. PENNA VIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2 — Sími 13271 42 - JÓLABLAÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.