Þjóðviljinn - 24.12.1968, Page 59

Þjóðviljinn - 24.12.1968, Page 59
SÍÐASTA BÓKIN SMÁSAGA EFTIR ALPHONSE DAUÐET „Hann er dáinn", heyrði ég einhvern segja í stiganum. í marga daga hafði ég átt von á þessari frétt, þessari sorgarfrétt. Ég vissi að fyrr eða síðar mundi ég fá hana við þessar dyr, en samt fannst mér sem hún kæmi alveg á óvænt. Mér varð þröngt um andardráttinn og varirnar skulfu þegar ég gekk inn í þessa yfirlæt- islausu íbúð rithöfundarins, þar sem skrifborðið tók langmest rúm, þar sem þrotlaust starf og strit hafði staðið í fyrirrúmi fyrir flestu öðru, jafnvel ekki séð sól fyrir því. Þarna lá hann í litla lága járn- rúminu sínu, og borðið var hlað- ið blöðum, og stórgerða skriftin hans hafði stöðvazt á miðju blaði, snögglega eins og hann hefði ver- ið kvaddur frá, og penninn í bytt- unni, hvorttveggja bar þess vott með hve skjótum hætti dauðanti hefði borið að. Bak við rúmið var stór skápur úr eik, troðfullur af handritum, bréfsnifsum og minnissneplum, og stóð í hálfa gátt rétt yfir höfði hans. Allstaðar voru bækur, ekkert nema bækur, bækur og aftur bækur, í hillum, á stólum, á skrifborðinu, og þeim var hlaðið í háa stafla á gólfinu í hverju horni, og líka við rúmið. Meðan hann var enn á lífi, þá var þetta eitthvað svo viðfeldið, það vottaði líf og starf. En nú var öðru máli að gegna, það var orðið eitthvað svo geigvænlega ömurlegt. Allar þessar veslings bækur voru orðnar svo umkomu- lausar, munaðarlausar, og það lá ekki annað fyrir þeim en að vera dreift af handahófi til ýmissabók- sala, eins og laufi sem fýkur fyrir vindi, að vera seldar á götum úti, boðnar fyrir lágt verð Ég hvarf til hans þar sem hann lá andaður, og mér varð bilt að sjá hann og finna kuldann á enn- inu, eins og þar væri kominn steinn í staðinn. Þá var hurðinni lokið upp af skyndingu. Þar var þá kominn sendisveinn frá for- laginu, glaðlegur á svipinn og lagði frá sér á borðið þennan böggul af bókum nýkomnum úr prentun. „Sending frá Bachelin", sagði hann hátt. En þegar hann sá hvernig kom- ið var, hörfaði hann, tók ofan húfuna sína og hvarf út um dyrn- ar, þegjandi. En hvað þetta var nú hlálegt, að bókin skyldi einmitt þurfa að koma núna, þegar höfundurinn, sem hafði beðið hennar með slíkri eftirvæntingu, í allan þann mán- uð, sem útgáfunni hafði seinkað, og nú kemur hún, rétt í því bili er hann er skilinn við. Vitiur minn blessaður! Þetta var síðasta bókin hans, og einmit sú sem hann hafði gert sér mestar vonir um. Með hvílíkri natni hafði hann ekki leiðrétt prófarkirnar titrandi höndum, hve heitt þráð að mega handleika af henni fyrsta eintakið. Og síðustu dagana, þegar hann var búinn að missa málið, Ieit hann aldrei af dyrunum, og hefðu þeir vitað þetta, þeir sem áttu að annast prentunina, brotið, heftinguna, allir þessir sem að sama verkinu unnu, ef þeir hefðu séð þessa angist í aug- unum, þessa angist óþreyjunnar, þá hefðu þeir vissulega farið að flýta sér, setjararnir að setja, prentararnir að prenta og blöðin hefðu raðazt í brotinu hvert af öðru og heftingin gerzt með sama hraða, svo ekki yrði um seinan, ekki munað þess- um degi, sem svo miklu munaði. Og þessi dauðvona sjúklingur hefði fengið ósk sína uppfyllta, sína síðiistu ósk, hann hefði feng- ið að sjá bókina, finna lyktina af prentsvertunni naumlega þorn- aðri, að horfa á letrið, hve vel það lýsti af blaðinu, og þekkja þarna hugmyndirnar, orðnar honum daufar og flöktandi, bráðum horfnar í myrkur. Þó að maður sé í fullu fjöri og dauðinn víðs fjarri, þá er óvið- jafnanlega gaman að sjá bókina sína, það er hverjum rithöfundi nautn sem ekki dofnar. Að opna fyrsta eintakið af bókinni sinni, sjá hana hafa tekið á sig fasta, óumbreytanlega mynd, og ekki framar verandi þessi óskapnaður hugmynda, vellandi grautur í heilanum, það er nokkuð sem engu öðru líkist, það er gaman. Meðan maður er ungur, þá er það ofbirta í augum, svo að stafirnir geta ekki staðið kyrrir þar sem þeir eru, heldur lengjast þeir og teygjast, verða bláir, gulir, eins og sól sé nýkviknuð inni í höfði manns. En svo koma stundum dálítil eftirköst, hryggð vegna þess sem ekki komst með, sem út undan varð, sem aflaga fór. Það sem fyrir oss vakti komst ef til vill aldrei á blaðið, ekki eins og það átti að verða. Hve mikið fer ekki forgörðum stundum á leið- inni milli heila og handa. Hug- myndin sem fyrst vakti fyrir í djúpi hugarins, eins og unaðsleg hafgúa, nei, eins og þessar fögru marglyttur Miðjarðarhafsins, sem berast með straumi með yndis- þokka eins og skýjaflotar, sem sigla yfir lönd, en komnar upp á sandinn eru þær þornaðar, skorpn- aðar og skrælnaðar, hismi og hjóm, litlausar, ljótar og ekki neitt. Æ, hvorugt fékk hann að reyna, þessi framliðni góðvinur minn, hvað síðustu bókina hans snerti. Það var framúrlegt að skoða þetta höfuð svo þungt og mátt- vana, sem hvíldi þarna á koddan- um, og hjá því lá bókin hans ný- prentuð, og nú mundi hún brátt koma í glugga í hverri bókaverzl- un, og allir sem framhjá færu, mundu lesa titilinn ósjálfrátt og hálfpartinn ómeðvitandi, og hann mundi geymast í minni þeirra á- samt nafni höfundarins, þessu sama nafni, sem nú lá fyrir að verða fært inn í dánardálk prests- þjónustubókarinnar, í manntals- skýrsluna, og hve bjart var nú yfir því nafni, hve fagurt að sjá á litprúðu saurblaðinu Það var JÓLABLAÐ — 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.