Þjóðviljinn - 24.12.1968, Page 62

Þjóðviljinn - 24.12.1968, Page 62
sem andstæður anda og líkama væru þarna lifandi komnar, milli líkama sem nú var stirðnaður og brátt mundi verða færður í ná- hjúp, og bókarinnar, sem nú hafði skilizt frá honum, átti eftir að lifa sínu lífi, áþreifanleg, sýnileg, sál íklædd pappír, — að líkindum ódauðleg .... „Hann var búinn að lofa að gefa mér eintak . .", heyrði ég sagt með grátraust rétt fyrir aftan mig. Ég sneri mér við og sá þá fyrst glytta í augu bak við gullspanga- gleraugu, lítil augu, hvöss og snuðrandi, og ég þekkti þau svo sem, þið þekkið þau allir, þessir sem eruð að skrifa bækur, því þetta var sumsé bókasafnarinn, hann var þarna lifandi komínn, svo sem ætíð og ævinlega þegar hann hefur veður af nýútkominni bók, þá er hann kominn að dyr- unum að berja þessi tvö vesældar- legu, álímandi högg, sem líkjast honum svo einkennilega. Svo kemur hann inn, sætbrosandi, flaðrandi, boginn í baki, kallar þig „elskulegan meistara sinn", og er ekki til að aka út úr dyrunum fyrr en hann er búinn að herja út bókina, síðustu bókina, aldrei nema hina síðustu. Hann segist eiga allar hinar, allar með tölu, sig vanti enga nema þessa. Hvernig ætti að fara að því að komast undan? Hann kann lagið á að koma á réttum tíma, einmitt þegar gleðin yfir komu bókar- innar er ekkert farin að fjara út, þegar höfundurinn er að úthluta gjafabókum handa vinum sínum. Æ, þessi skrattans litli maður, sem kemst í gegn um allt, lokaðar dyr, já harðlæstar, sem engin högg heyrast í gegn um, engin bjalla glymur, og engin veður fá hindr- að hann, ekki æsistormar, helli- rigning, og engar fjarlægðir. Snemma morguns er hann kom- inn út í rue de la Pompe, og far- inn að klóra á dyrnar hjá du Passy, þessum patríark. Svo þegar komið er kvöld, birtist kauði hjá Marly með nýja leikritið hans Sardous undir hendinni. Og svona Iammar hann sig um allar trissur, síhlaupandi við fót, alltaf á fart- inni, síúðrandi án þess að gera ærlegt handtak, og fyllir bóka- skápana sína án þess að borga nokkra bók. Fyrr má nú vera ákefð að ná 62 ~ JÓLABLAÐ í bækur, að skirrast ekki við að vaða beint að dánarbeði manns, sem er nýskilinn við. „Hana, takið þér þá eintakið yðar", sagði ég vondur. Hann tók það ekki, hann gleypti það. Og svo var það horfið niður í vasa hans. Þá hélt ég að hann færi, en það var ekki því að heilsa. Hann stóð þarna hreyfing- arlaus, þagði, hallaði undir flatt, þurrkaði af gleraugunum sínum, og það var mikil viðkvæmni í svipnum. Eftir hverju var hann að bíða? Hvað dvaldi hann? Skyldi hann skammast sín svolít- ið, ekki kunna við að fara undir eins og hann var búinn að ná í bókina, að láta sjást að hann hefði ekki komið til annars? Nei, ekki aldeilis! Á borðinu, þar sem bókabögg- ullinn lá, og umbúðirnar teknar utan af að hálfu, sást í nokkur séreintök, með bókahnútum og rósaskrúði, óskorið utan af, og þó að maðurinn sýndist hugsi, jafn- vel viðutan, þá duldist mér ekki að við þetta var allur hugurinn, ... Það var þá þetta, sem hann var að gefa hornauga, skrattinn sá arni! Mikil er forvitnin og óbug- andi. Sjálfur var ég alveg annars hugar af því sem búið var að koma fyrir, en samt gat ég ekki dulizt þess þó að tárin stæðu í augunum á mér, hve fáránlegt þetta gat verið, fyrr mátti nú vera. Og svo fer hann að nálgast bunk- ann, smáum skrefum, svo varla sást að hann hreyfðist, hann komst nú samt að borðinu. Og það var eins og höndin kæmi ó- vart við bunkann, við eina af þessum bókum, svo nær hann í hana, opnar hana, blaðar í henni. Þá birtir nú heldur en ekki yfir augunum, og hann roðnar í kinn- um. Dásemd bóka, bókagaldurinn, spilar í honum. Að endingu getur hann ekki orða bundizt um leið og hann þrífur aðra: „Þessa á Sainte-Beuve að fá", segir hann þá í hálfum hljóðum. Og í þeim hugaræsingi og hræðsluónotum, sem honum varð varla láð, og ef til vill í því skyni að fullvissa mig um það að þetta væri nú sá eini rétti með þessu nafni, bætti hann við með ólýsan- lega hátíðlegri alvöru: „Sem er félagi í akademíunni! .. ..Síðan önglaðist hann út. _ LEYLAND umboðiS y*v bIb almenna yerzlunarfélagið? Sl , Corporttlon SIMI 10199 SKIPHOLT 15 LANGFERDABÍLAR Í0yl(fflCl STRÆTISVAGNAR LEYLAND er í sér gæðaflokki sferkbyggðra farartækja Allt það fullkomnasta í einum bil er i LEYLAND Enda LEYAND heimsins stærsta þróunarfyrirtæki og útflytjendur slíkra farartækja í Stokkhólmi STOKKHÓLMUR - KAUPMANNAHÖFN - KÓPAVOGUR velja það bezta, LEYLAND-vagna í hægri umferðina. Blóm við öll tækifaeri fást í Blóm og Húsgögn Laugavegi 100 — Sími 12517. Uaritítarkai-tir I l\l l\l I SJ T I BÍLSKÚRS HLRÐIR J)hhí- & tltikurlir * □. RÁNARGÖTU 12, SÍMI 19669 VILHJALMSSDN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.