Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 63
Ástamál í
Gamla-
testamentinu
BARNSMÓÐIR ABRAHAMS
„Og Sara sá, að sonur Hagar
hinnar egipzku, er hún hafði fætt
Abraham, hló. Og hún sagði við
Abraham: Rek þú burt þessa
ambátt og hennar son, því ekki
skal þessi ambáttarsonur taka arf
með syni mínum, ísak.
En Abraham mislíkaði mjög
þetta orð, vegna sonar síns, ísma-
els. Þá sagði Guð við Abraham:
Tak þú ekki upp þykkjuna fyrir
sveininn og þína ambátt. Hlýð þú
í öllu því, sem Sara hefur sagt
þér, því þar sem ísak er, þar skal
þín ætt heita. Ég mun gera amb-
áttarsoninn að þjóð, því að hann
er þitt afkvæmi.
Og Abraham stóð árla morg-
uns upp, tók brauð og legil með
vatni og lagði Hagar á herðar og
barnið með, og lét hana fara burt.
Hún fór og villtist í eyðimörkinni.
En sem vatnið var þrotið á legl-
inum, lagði hún barnið undir
runn nokkurn og gekk burt og
settist svo sem í örskots f jarlægð,
því hún sagði: Ég get ekki horft
á, að barnið deyi. Og hún sat
gegnt og grét hástöfum —.
— Og Guð lauk upp augum
hennar, svo að hún sá vatnsbrunn.
þangað gekk hún, fyllti legil sinn
með vatn og gaf sveininum að
drekka---"
ÁSTINA EÐA DAUÐANN!
„----Og Salómon sat í hásæti
föður síns Davíðs, og hans kon-
ungsríki varð mjög staðfast. Og
Adónía, sonur Hagítar, kom til
Batsebu, móður Salómons, og hún
mælti: Boðar koma þín frið? Og
hann svaraði: Já, frið.
Og hann sagði: Ég hef eitt orð
við þig að tala. Og hún mælti:
Tala þú.
Og hann sagði: Þú veizt, að
konungsríkið var mitt, og allur
ísrael hafði hug á mér, að ég
skyldi vera konungur. En nú hef-
ur ríkið bylt sér, og er orðið
bróður míns, því Drottinn lét
það verða hans. Og nú bið ég þig
einnar bónar. Synja þú mér ekki
um hana.
fSLENZK KERTI — JÓLAKORT — JÓLASERVlETTUR
ÚTLEND KERTI — PAKKASKRAUT — LOFTSKRAUT
Úrval af ódýrum leikföngum.
Einnig af rafmagnsleikföngum.
ATH. STUTT FRÁ REYKJAVlK. RÚMGÓÐ BlLASTÆÐI
KAUPFÉLAG KJALARNESÞINGS
Allt í jólabaksturmn
á gamla verðinu
Hveiti 5 Ibs. kr. 36.75
do. 10 Ibs. kr. 71.00
do. 50 Ibs. kr. 315.00
Strásykur kg. 9.20
do. í 2 kg. pk. 19.10
Púðursykur dökkur kg. 17.40
do. Ijós 8.00 1/2 k9-
Flórsykur 8.55 1/2 kg.
Allar tegundir af kryddi.
Bökunardropar.
Sultur, margar tegundir.
Kókosmjöl — Rúsínur
Möndlur — Kúrenur
do. saxaðar — Bökunarhnetur
Saltaðar hnetur
Döðlur 10/— pk. — Gráfíkjur
Sýróp 2 Ibs. kr. 48.75
do. 1 Ibs. kr. 28.65
Winner appelsínumarmelaði kr. 29.50
Royalgerduft 1 Ibs. kr. 41.40
do. 1/2 Ibs. kr. 23.75
J ÓLABLAÐ - 63