Þjóðviljinn - 24.12.1968, Síða 70

Þjóðviljinn - 24.12.1968, Síða 70
þessu sólskini, og að mega grípa í svip hennar það leynd- armál sam hanin áleit vera lyk- il að skilningi á lífi sín sjálfs. En nú var í stað þess alls ekki annað sem hrærðist í brjósti hans en einhver óskiljanleg ró- semi. Hann leit í kringum sig til þess að gæta að því hvort feðginin væru viðistödd, annað eða bæði, og þegar hann sá að svo mundi ekki vera, fór hann að aðigæta jurtirnar. Það fór sivo, að honum líkaði ekki að sjá neina þeirra, feg- urð þeirra virtist ivonum of- skratíí, og eitthvert óeðli í öllu. Hver nunni var þannig, að maður sem rekizt hefði á þetta á göngu sinni úti í skógi, hefði þegar staldrað við til að skoða hann og undrast, oig jafnvel að fælast við, eins og ómennsk augu væru komin að stara á hann út úr þykkninu. Við aðrar hefði aðkomumanni orðið hverft, svo undarlega kynbland- aðar sem þær virtust vera, og lfkt og framinn heifði verið hórdómur og sifjaspell og of- beldi gegn náttúrunni með þessari blöndun, og að guð hefði engan þátt átt í þessu verki, heldur væri það sprottið af sjúklegum hugarórum manns, að skraut þeirra, litur og ilmur væri andsnúningur réttrar feg- urðar. Líklegast þótti honum að þær væru fram komnar við tilraunir doktorsins til að skapa ný afbirigði jurta, og í eitt skipti eða tvö hafði honum tek- izt að æxla saman tvær jurtir eða fleiri, sem hver fyrir sig var hin fegursta, og gera úr þessu ógeðslega og hættulega eiturjurt. Af öllum juirtunum í garð- inum voru aðeins tvær, sem Giovanni þekkti, og hann vissi að þær voru báðar eitraðar. Meðan hann var að virða þetta fyrir sér og hugleiða það, heyrði hann skrjáf í silki, og þegar hann leit við, sá hann að Beatrice var að koma á móts við hann heiman úr húsinu. Giovanni var á báðum átt- um um það, hvort hann ætti heldur að beiðast afsökunar á því að vera kominn inn í garð- inn, eða að líta swo á, að honum hefði raimar verið boð- ið að koima þar, að hann væri staddur þar 1 fullu leyfi doktors Rappaccinis og dóttur hans, ef ekki að ósk þeirra og vilja. En Beatrice tók frá honum allan efa, þegar hún kom, enda þótt hann fengi ekki úr því skorið hvort heldur var, aif því sem hann hafði getið sér til. Hún kom gangandi léttstíg eftir stígnum, og þau hittust við brotna gosbrunninn. Hann sá undrun í svip hennar, samt birti yfir honum af góðvild og ánægju. „Þér eruð blómavinur, t>g þér þekkið vel blóm, herra“, sagði hún með tilliti til blóm- vandarins sem hann fleygði niður til hennar úr glugganum. „Það er því engin furða þó að yður hafi langað til að skoða garðinn hans föður míns nánar. Ef hann væri viðstaddiur, mundi hann geta sagt yður ýmislegt merkilegt um þessa runna, því hann hefur eytt í það mest- allri ævinni að gera tilraunir á jurtunum héma og garðurinn er hans heimur.“ „Og þór sjálf, ungifrú,'1 sagði Giovanni, „sé það satt, sem sagt er, þá eruð þér engu síður heima í þessum hlutum en hann, kunnið jafngóð skil á fegurð þessara blóma og ilmi og öllu eðli þeirra, sem hann, og ef þér vilduð sýna mér þann heiður og þá góðvild að segja mér til um þau, skylduð þér sanna, að ég ynði dágóður nem- andi, og engu síðri en þó að herra Rappaccini sjálfur kenndi mér.“ „Fer nú þetta orð af mér?“ sagði Beatrice, og hió skærum hlátri. „Er sagf að ég kunni jafngóð skil á vísindum föður míns og hann sjálfur? Ljótt er að heyra! Nei, enda þótt ég hafi alizt upp' innan um þessi blóm, þekki ég ekki annað til þeirra en lit þeirra og ilm, og stund- uim finnst mér sem ég vildi fegin vera laus við að hafa þekkingu á þessu, ef þekkingu skyldi kalla. Hér eru margar tegundir blóma, og af þeim sem fegurst mega teljast eru sum sem ég hræðist að sjá. En fyrir alla muni, herra, trúið ekki þessu sem um mig er sagt. Trúið engu um mig nema því sem þér sjáið með eigin aug- um.“ „A ég þá að trúa öllu því sem ég hef séð sjáifur?" spurði Giovanni með tilliti til þess sem hann hafði áður séð gerast í garðinum, og svo mjög hafði fengið á hann. „Nei, ungfrú, þér krefjizt of lítils af mér Biðjið mig heldur að trúa öllu því sem ég heyri yður segja.“ Svo virtist sem Beatrice skildi hvað hann var að fara. Hún kafroðnaði, en leit fast á Gio- vanni og svaraði þessum vand- ræðalegu aðdróttunum með drottningarlegri reisn. „Ég bið yður þess lflca, herra,“ svaraði hún. „Reynið að gleyma því sem þér hafið ímyndað yður að hafa séð til mín. Þvi þó að það kuinni að vera rétt á yfirborðinu, gæti verið að það væri það ekki í sjálfu sér, en það sem Beatrice Rappaccini segir er sannleik- anum samkvæmt frá innstu rótum. Þessu skuluð þér trúa.“ Hún ljómaði öll af ákefð og Giovanni þótti sem orð hennar væru ekki einungis sönn, held- ur sjálfur sannleikurinn í ljóma síoum. Og allt umhverfis hana var í loftinu einhver ilmur, in- dælil og höfgur ein bó hverfulil, en samt bauð honum einhver sá ótti af þessu, að hann borði varla að draga andann. Ef til vill stafaði þessi ilmu.r frá blómunum, eða gat það verið að það væri andardráttur stúlk- unnar sem þessu olli, og svo vafinn var þessum undarlega ilmi, ein,9 og kæmi hann frá hjarta hennar? Giovanni svim- aði, ean svo leið það frá, og honum fannst hann sjá f þess- um skæru augum beint inn í hjarta stúlkunnar. og hvarf honum þá alluir efi og ó'ti. VOLKSWAGEN- EIGENDUR Höfum fyrirliggjandi: BRETTI - HURÐIR - VÉLARLOK OG GEYMSLULOK á Volkswagen í allflestum litum SKIPTUM Á EINUM DEGI MEÐ DAGSFYRIRVARA FYRIR ÁKVEÐIÐ VERÐ REYNIÐ VIÐSKIPTIN BfLASPRAUTUN GARÐARS SIGMUNDSSONAR Skipholti 25 — Símar 19099 og 20988. 70 - JÓLABLAÖ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.