Þjóðviljinn - 24.12.1968, Qupperneq 82
KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA
SÖLUFÉLAG A-HÚNVETNINGA
Blönduósi.
Öskum öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla
og góðs og farsæls nýárs og þökkum
viðskiptin á liðna árinu.
FÉLÖG - STARFSHÓPAR
Leigjum sali til hvers konar félags-
starfsemi, svo sem fundahalda,
veizluhalda, árshátíða o.fl.
Tryggið ykkur húsnæði til starfsemi
ykkar tímanlega.
IÐNÓ - INGÓLFSCAFÉ
Sími 12350 — Alþýðuhúsinu.
A.S.B.
félag afgreiðslustúlkna í brauða- og mjólkurbúðum
þakkar félagskonum gott samstarf á árinu
sem er að líða og óskar þeim og landsmönn-
um öllum
GLEÐILEGRA JÓLA!
góðs og farsæls komandi árs.
fyrir 1177, og allri höfuðbókinni
hefur verið lokið í Skálholti, á
meðan þar er enn Karl ábóti, sem
fór til Þingeyra 1160. Hvað
sem menn nú kunna að þæfa
þetta mál og afneita þeim sann-
leika, sem hér kemur í ljós um
Heimskringlu, þá eru þó fleiri
staðreyndir fyrir hendi í bókinni
sjálfri, sem sýna það ótvírætt að
Snorri Sturluson gat ekki samið
Heimskringlu. Hitt má gruna að
hann hafi afritað hana og verið
fróður í efni hennar, og ef til vill
bætt í hana, en þess verður lítt
vart, utan fræðin um Leif heppna,
sem skotið er inn í bókina á 13.
öld. Oddur munkur, í sinni Ólafs-
sögu Tryggvasonar, veit ekki um
Leif heppna og kristniboð Ólafs
konungs á Grænlandi. Friðþjófur
Nansen ætla ég að hafi bent á
það, að fræðin um Leif heppna
hafi íslendingar fengið sunnan úr
löndum, og mun það satt reynast.
Snorri gat svo átt Heimskringlu,
en Þorgils Skarði var sendur af
Hákoni gamla til að ná í eignir
Snorra og líklega hefur hann náð
í bækur hans, sem síðan hafa ver-
ið í klaustri í Noregi og Lárus
Hansen hafi þar fengið Heims-
kringlu og haldið að bækur
Snorra væru allar eftir hann. Og
víst er að bækur átti Snorri, því
bókum skipti hann með stjúpson-
um sínum, eftir lát Hallveigar
Ormsdóttur, stuttu áður en hann
var veginn. Þær bækur sem Snorri
lét, hafa eflaust verið af Oddaarfi
Hallveigar. Það er víst, Lárus
Hansen hefur misskilið málið.
Eins og ég sagði gefst ekki rúm
hér til að taka það fram sem þarf
að rannsaka um gjörð Heims-
kringlu með Ælliti til höfundar og
þess tíma sem bókin er rituð, eins
og samanburður á stíl, vísnaf jöldi
hverrar einstakrar sögu og svo
það sem sýna má að samtíma
menn rita í Heimskringlu. Hér
má aðeins benda á það, að í
Heimskringlu er engin grein
gjörð á því hversvegna Erlingur
jarl er kallaður skakkur. Við höld-
um að hann sé haltur. Orkneyja
saga veit betur, að Erlingur var
skakkur f haus, af sári á hálsi er
hann hlaut í Miðjarðarhafi. Hefði
Snorri skrifað af Erlingi, hlaut
hann að vita þetta, en lausleg frá-
sögn er af Erlingi úti í Miðjarð-
arhafi, í Heimskringlu, Heims-
kringla veit ekkert að segja af því,
82 - JÓLABLAÖ