Þjóðviljinn - 24.12.1968, Side 94

Þjóðviljinn - 24.12.1968, Side 94
DOKAÐ VIÐ í ARMENÍU Framhald af bls. 27. vinum, og það þykir manni nú fremur benda til þess að einhverj- ir hafi aura til að kaupa fyrir. Ég þykist líka vita, að svo sé. En mannmergðin í sovézkum verzl- unum á sér aðra orsök jafnframt: verzlunarhættirnir eru háðir mikl- um seinagangi og fólk þarafleið- andi lengi að fá sig afgreitt. Ég fékk litla reynslu af þessu sjálfur, sökum þess að í þeim eina verzl- unarleiðangri sem ég fór í — það var í Moskvu — var túlkurinn minn mér til ómetanlegrar aðstoð- ar eins og fyrri daginn og tók af mér mikið ómak. Hinsvegar virð- ist óhagkvæmt það fyrirkomulag sovézkra búða, að fólk þarf víðast- hvar að fara í margar biðraðir innan sömu verzlunar til að fá hinar ýmsu vörur — og síðast í allsherjarbiðröð til að borga. Heyrt hef ég sömuleiðis, að verzl- anir séu tiltölulega fáar mið- að við höfðatölu íbúanna, en um það er ég ekki dómbær; þegar maður kemur úr smábæ eins og Reykjavík finnst manni allar stór- borgir fullar með verzlanir. Ég nefndi við túlkinn minn hvers vegna ekki væri tekið upp sjálfs- afgreiðslukerfi í búðum og eins í veitingahúsum. Hann benti mér á, að það fyrirkomulag existérar nú einnig í Sovét og er smám- saman að færast í aukana. Aftur á móti má segja, að öll skriffinnskan og kvittanafarganið í sovézkum verzlunum bendi á mikinn heiðarleika og sé til þess gert, m.a., að viðskiptavinurinn geti Ieitað réttar síns ef honum finnst hann hafa fengið gallaða vöru. Það á ekki að fara á milli mála, að allt sé löglegt. Sjálfur er ég hæstánægður með þau kaup sem ég gerði í þarlenzkum vöru- húsum. ENN UM SKIPULAG Við helztu breiðgötu Érevan sem kennd er við Lenín var verið að fullgera gosbrunnasamstæðu og gróðurreiti. Ég þarf varla að taka það fram, að gatan sú arna er ólík Lækjargötunni okkar að því Ieyti að þarna eru hávaxin og fögur tré, og símaldefinn fær óefað að vera í friði fyrir spell- 94 — JÓLABLAÐ virkjum. Sjöunda nóvember 1967 átti að kveikja eilífðareld á þar- tilgerðum fonti undir súlnahvelf- ingu. Aukin mannmergð og fjöldi ökutækja krefjast breiðari og beinni samgönguæða, viðameiri og hærri húsa — í vaxandi þétt- býli þar sem allt er í örum vexti, alltaðþví ofurgrósku, vaknar sú spurning hvort skipulagið og hraðinn taki ekki fyrr eða síðar að þjarma að mannskepnunni sem á að njóta alls þessa. Stór- brotið skipulag nýtízkuborga get- ur orðið þunglamalegt, vélrænt, ónáttúrlegt og klúrt. Þetta vanda- mál hljóta sovézkir skipuleggj- endur að reyna að leysa, og þeir ættu að eiga auðveldara með það en kollegar þeirra í auðvalds- löndunum: í Sovét þarf ekki að kaupa upp lóðir af sérvitrum eða tækifærissinnuðum maurapúkum fyrir of fjár til þess að hægt sé að rækta gróðurvin eða leggja götuspotta. Það er mikið byggt í Érevan og mikið skipulagt; sömu sögu er að segja frá öðrum sovézkum borg- um. En fram til þessa hafa ný- byggingar í stærri borgum þar eystra borið nokkuð þunglamaleg- an svip flestar hverjar, og má þó sjá breytingu á þessu til batnaðar t.d. í Moskvu. íbúðarhús sem Iíta út eins og monúmental stjórnar- byggingar eru vonandi ekki það sem koma skal. Ég er svo barna- legur að halda því fram, að grundvallarlögmál til að fara eftir í samsetningu mannabústaða eigi að vera fólgið í þessu eina: hag- kvæmni. Ég held að sjálft fegurð- arhugtakið eigi að skipa annan sess. Það má kannski bæta því við, að þar sem hagkvæmnin fær að ráða, án tilgerðar, pírumpárs og yfirlætis, þar taki fegurðin sér ból — fyrirhafnarlaust, og ekkert sé sjálfsagðara. Ég hefi ekki kynnt mér vænt- anlegt heildarskipulag Érevan- borgar, enda þyrfti ég að hafa dvalizt þar lengur og þekkja bet- ur til fjölmargra hluta til þess að geta myndað mér skynsamlega skoðun á því, þótt það væri lagt á borð fyrir mig. En þess vegna minnist ég á það hér, að mér datt sitthvað í hug þegar ég gekk um fyrrnefnda breiðgötu sem kennd er við Lenín. Víst er þetta fögur gata, breið og bein, og veitir skipuleggjend- um óteljandi góða og skemmti- Iega möguleika. En það hvarflaði að mér þeim óþægilega grun, að þar kynni að vera hugsað um of fyrir symmetríunni hennar sjálfr- ar vegna. Slíkt samræmi er undir einstökum kringumstæðum ekki aðeins gott og fagurt, heldur jafn- vel sjálfsagt; en ekki nema stöku sinnum. Sú tíð er liðin og kemur vonandi aldrei aftur, að menn reyni á ólíklegustu stöðum að stæla garðana í Versölum — og því síður Versalahöll sjálfa. Við- leitni til hátíðleika í stíl getur átt rétt á sér í örfáum opinberum byggingum — þar sem þjóðleg hefð fær að skjóta upp kolli í hæverskri einföldun gamalla forma — en á síðari hluta tutt- ugustu aldar hljóta bygginga- meistarar og skipuleggjendur borga að miða við það sem hag- kvæmt er, einfalt og létt, í sam- ræmi við ný viðhorf, að ógleymd- um nýjum og stöðugt fjölbreyti- Iegri byggingarefnum. LIST I FRAMHJÁHLAUPI Eitt kvöld fór ég að sjá arm- enskan ballett í óperuhöllinni. Þetta voru níu þættir þjóðsagna- legs efnis og nefndust „Vetjni idol"; músíkin eftir Edgar Ogan- esjan, en hann er í röð meirihátt- ar tónskálda armenskra af eldri skóla. Ég hafði ekki séð ballett um árabil og þótti allmikið til koma. Ég efaðist ekki um — og geri ekki enn — að þarna var dansað á heimsmælikvarða. En í hléinu laumaði túlkurinn minn því að mér að öllu betur dönsuðu þeir í Rússíá, og kom mér nátt- úrlega ekki til hugar að mótmæla því; hann sagði að það skyldi ég sannprófa þegar við kæmum til Leníngrad. Af skiljanlegum ástæðum botn- aði ég ekki ýkjamikið í koreo- grafíu þessara dansa. En sem leikmanni fannst mér það koma skemmtilega á óvænt, að þarna þóttist ég sjá áhrif frá egypzkum fornmyndum af mannfólki og dýrum — ég lýsi því ekki nánar, en treysti því að lesendur skilji hvað ég á við — og þetta voru dansar byggðir á armenskum sögnum. AIIs ófróður maður lilýt- ur að draga þá ályktun að forn tengsl menningar og jafnvel upp- runa séu með þessum tveim þjóð- um; vitað er að Armenar hafa um margar aldir haft meiri menn- ingarleg tengsl til suðurs og aust- urs en norður eða vestur á bóginn. Armensk list forn og ný er sí- frjótt rannsóknarefni lærðra manna, því að í sem stytztu máli má segja að Armenar séu ein elzta menningarþjóð álfunnar — að svo miklu leyti sem réttmætt er að telja land þeirra til okkar heimshluta. Slíkt efni sem armensk list verður ekki afgreidd í blaða- grein, hvaðþá kafla úr grein. Það er bezt ég geri þá játningu strax, að ég hefi nógu mikla nasasjón af list þessarar fornu menningar- þjóðar til að vita að ég veit ekki neitt. Þess vegna er bezt að hafa sem fæst orð þar um. Hins má gjarnan geta, að á- hrifa armenskrar menningar, ekki hvað sízt listar, gætir víðar um heimsbyggðina í dag en menn gera sér líklega grein í fljótu bragði. Armenar hafa víða dreifzt í aldanna rás, þeir hafa af ýmsum ástæðum flutzt úr landi, einkum Armenskt handrit: „... minnsta bók sem ég hej augum litið, það hefði mátt fela hana í lófa sér ..."
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.