Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 24
Um trjárœkt.
Eftir Jakob H. Lindal, framkvæmdarstjóra.
í Gróðrarstöðinni.
Pað er sunnudagur í júlímánuði. Veðrið er yndislegt,
reglulegt eyfirzkt hásumarsólskin með hægum andvara.
Blómangan reynisins og laufilman bjarkarinnar fyllir loft-
ið langar leiðir, svo það er unun að teiga hana að sér
með táhreinu morgunloftinu. Svona daga er oft gest-
kvæmt í Gróðrarstöðinni. Það er sífeldur straumur af
fólki um veginn, bæjarfólki og aðkomufólki, gangandi,
ríðandi, akandi, hjólandi. Margir horfa aðeins inn fyrir
girðinguna, dást að fegurðinni við samferðafólkið eða
kasta fram einhverju, sem þeim í þann svipinn dettur í
hug. »Já, munur er nú að sjá þetta eða hér var fyrir
nokkrum árum.« »Ó, hvað hér er fallegt.« »Eitthvað
kostar nú þetta.« »Svona geta þeir leikið sér, sem nóga
hafa peningana úr landssjóði.« Svo er þetta fólk farið
leiðar sinnar. Aðrir eru áhugameiri eða gefa sér betri
tíma. Þeir koma inn og biðja um leyfi að skoða Gróðr-
arstöðina, sem jafnan er auðfengið. Og loks eru nokkr-
ir, sem framfærnastir eru og fróðleiksfúsastir. Þeir biðja
um leiðbeiningu og fylgd, til þess að sýna sér trjárækt-
ina o. fl. Það hefi eg jafnan talið meðal minna ánægju-
legustu stunda, að ganga með athugulum og áhuga-