Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 63
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands. 69
hærra vex, en þó er algengara talið, að furan komizt um
100 met. hærra. Björkin vex að vísu einna hæst og lengst
til norðurs, en þegar svo langt er komið norður eftir
eða hátt til fjalla, að barrtrén fylgi henni ekki eftir, þá
fer fljótt að draga úr þroska hennar, svo hún líkist meir
runna en tré að vexti. En þar sem björkin nær fegurð
sinni og fullu veldi, þar er einnig furan komin með
svipaða hæð, og grenið er að minsta kosti á næstu
grösum.
Sameiginlegt er það fyrir allar stöðvarnar, nema Sten-
kær og að nokkru leyti Bodö, að skóggróðurinn nær
hvorki fullri útbreiðslu né náttúrlegum þroska, nema þá
helzt birkið í Alten og Varanger. Alstaðar eflaust of
kalt eða vaxtartíminn of stuttur. Hitastig Altens mun
því mega skoða sem nálega hinar minstu kröfur, sem
birkið geri, til þess að ná fullum þroska, og hitastig
Stenkærs að sama skapi fyrir grenið og furuna. Af þessu
verður þá einnig séð, að tré geta þrifizt og náð nokkr-
um þroska til nytja á betri svæðum, þótt hitastig sé
talsvert lægra en hitamagn það, er þau krefjast til full-
komins þroska.
Berum vér nú hitastig þessara staða saman við með-
alhitann hér á Akureyri undanfarin ár, þá kemur í Ijós,
að meðalsumarhitinn er minni á þeim öllum, nema Bodö
og Stenkær. Aftur á móti hefir Alten og Varanger lítið
eitt hærri meðalhita einstöku mánuði, en sumarið er þar
líka nokkru styttra. Mestur vetrarkuldi er á þessum stöð-
um meiri en hér gerizt, en hæsti sumarhiti svipaður.
Pess má einnig gæta, að á flestum stöðunum vex
skógurinn talsvert hærra en veðurathuganirnar ná, en
samkvæmt athugunum í Noregi minkar hitinn þar um
ca. 0.6° fyrir hverja 100 met. hæð.
Athuganir þessar virðast því leiða í Ijós, að hitinn á
þessum stöðum, í útjöðrum skóganna norsku, höggvi
mjög í járnum við hitann í hlýrri sveitunum hér norð-
anlands. Niðurstaða mín verður því þessi: