Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 54
60
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
Kalið er oft aðeins lítilfjörlegt broddkal á síðasta árs-
sprota. Pannig oft á birki, reyni og lerka; á greni og
furu aftur á móti eyðilegst oftast allur síðasti árssproti,
ef toppbrumið dauðkell á annað borð.
Þessar skemdir eru fyrst og fremst hnekkir á þroska
plantnanna, og aflaga einnig vöxt þeirra. Peim mun
mikið að kenna, hve birkið vfða er kræklótt hér á landi
og beinir stofnar sjaldgæfir. f*etta kemur einnig í Ijós
hér, einkum á lauftrjánum, én úr því má mikið bæta
með hæfilegum skurði á trjánum í uppvexti. F*essu yrði
þó tæpast við komið að mun, þar sem um verulega
skógrækt væri að tala, en í skrúðgörðum öllum og smá-
græðireitum er það vorkunarlaust.
í þessu sambandi mætti einnig minnast á rótarsprota,
er talsvert gera vart við sig á birki og reyni, einkum á
þeim trjám, sem hafa orðið fyrir miklu toppkali eða ein-
hver krenking hefir komizt í. Peir gera tréð að marg-
stofna runna, ef ekki er að gert, og þarf því að skera
þá burtu. Unga rótarsprota hefi eg skorið burtu á miðju
sumri og ekki komið að sök, koma þeir þá trauðla mik-
ið aftur.
I fyrstu var eg mjög hræddur við toppkal barrtrjánna,
hélt það mundi eyðileggja mjög allan nytjavöxt þeirra.
Nú er eg kominn á þá skoðun, að hættan sé minni, en
ætla mætti. Furan og einkum grenið beygir á næsta
sumri hina veigamestu af efstu hliðgreinunum upp með
kalda sprotanum og gera hana að toppsprota, kemur
þar að vísu hlykkur eða stallur á stofninn fyrst í stað,
en með vexti trésins, er það bætir við lagi eftir lag um
bol sinn, smájafnast úr þessum missmíðum, svo þær
eru nú mjög að hverfa á mörgum trjám, er fyrir þessu
hafa orðið, er yfirleitt munum vér þó tæpast geta vænzt,
að fá hér upp eins reglulega teinrétt tré, eins og í
heimkynnum skógardísinnar sjálfrar úti í löndum. En
minna gæti líka gagn gjört.