Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 83
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
89
vitað ekki vera til muna grýtt og á forarmýrar mun hann
ekki hentugur. Dómur verkfæraprófunarnefndarinnar
norsku, sem var viðstödd, er þannig: »Lokræsaplógur
Engens er einfaldur og haganlega gjörður. í þeim jarð-
vegi, sem hann hefir verið reyndur á, tekst honum svo
furðu gegnir að gjöra ágæta skurði 1 meters djúpa.
Hann er léttur fyrir 2 hesta og krefur engrar sérstakrar
kunnáttu í meðferð.«
Ungur bóndi norður í Þrándheími, John Engen að
nafni, hefir fundið plóginn upp. En hann hefir unnið að
honum í nýjum og nýjum myndum með óþreytandi elju
í 4 ár.
Áður hafa verið notaðir plógar og vélar við skurða-
gjörð af margskonar gerð; eru slík verkfæri sérstaklega
mikið notuð í Ameríku, en það eru flest bákn að þyngsl-
um og ganga fyrir mótorafli. Er því þessi plógur ein-
faldastur og ódýrastur allra slíkra plóga. Búizt við að
hann kosti um 150 kr.
Með aukinni ræktun er mikið það land, sem lokræsa
þarf hér á landi, og getur því þetta verkfæri komið í
góðar þarfir. Vil eg jafnframt biðja menn að athuga, að
komið getur til mála, að flýta mjög mikið fyrir við vana-
lega skurðagjörð með algengum plógum, með því að
plægja ofanaf að minsta kosti grassvörð allan og jafn-
vel lengra niður, búta svo strengina sundur og kasta upp-
úr með gaffli.
Bildherfi. Eg hefi áður minst á það í Ársritinu, þó
kannast hlutfallslega fáir við það af afspurn, og ennþá
færri af raun. Nú læt eg mynd af því fylgja hér með,
ef mönnum þá kynni að verða það minnisstæðara. Þetta
þarfa mikilvirka búmannsþing hafa Finnarnir sjálfir smíð-
að og magnað fjölkyngi svo mikilli, að það bítur jafnt
seigan grassvörð og saxar sundur sauðatað mélum
smærra, ef rétt er að farið. þetta er hið eina herfi, sem
vinnandi er með á grasplægðri jörð og þyrfti það því
að komast á þriðja til fjórða hvern bæ, ef jarðabætur