Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 44
48 Ársrit Ræktunarfélags NorðurlarídS.
gulum blómum í lok júnímánaðar og byrjun júlí. Fræið
í íyrsta skifti að sjá fullþroska sfðastliðið sumar.
Rauðblaðarós (Rosa rubrifolia). Hennar er áður að
nokkru getið. Auðræktuð, harðgerð, nægjusöm. Blómstr-
ar árlega í júlí og byrjun ágúst, úr því hún eró — 8ára.
Hefir hæst orðíð um l.QO mtr., 3 álnir, áður hún var
höggvin. Runninn þá 15 ára. Nær annars fullri hæð á
4—6 árum.
Grænleggjarós (Rosa canina). Hefir þrifizt hér vel, en
ekki náð eins miklum þroska og rauðblaðarósin. Virð-
ist harðgerð og nægjusöm.
Pyrnir (Crataegus sanguinea). Hefir orðið bráðþroska
í frjóum jarðvegi og skjóli. 9 ára gamlar plöntur 1.60 —
1.90 mtr. háar. Við lakari skilyrði vaxa þeir mjög hægt,
en lifir þó hver planta. Reir virðast því allharðgerðir
hér. Um gildi þeirra í limgarða verður ekki sagt að svo
stöddu. Reim hefir ekki verið plantað þannig enn þá.
Gulviðir (Salix phylicifolia). Hans er áður getið. Vex
ágætlega í rökum og myldnum jarðvegi. Oulvíðir í Trjá-
ræktarstöðinni 16 ára orðinn 3 — 3.15 mtr., en í Oróðrar-
stöðinni 11 ára 2.30 — 3.10 mtr. Hefir einnig verið plant-
að í órótaðan og rýran jarðveg, en hefir orðið þar að-
eins að jarðlægum runna.
Gullregn (Laburnum alpinum). Af þeim runna aldir
upp nokkrir árgangar. Hefir vaxið heldur vel. Elztu plönt-
ur 12 ára, 1.95 cm. að hæð. Árssprotarnir kraftmiklir
og stundum alt að al. langir. En þá kell oft að ein-
hverju leyti. Einstaka plöntur hefir gjörkalið skyndilega.
Blómstraði 8 ára gamall og oftast síðan. Blómin gul í
hangandi klösum. Runninn að öllu hinn fegursti og á
skilið útbreiðslu.
Blátoppur, Geitblað (Lonicera coerulea). Innfluttur frá
Noregi 1908. Þéttgreindur, sívalur runni, nú um 1.30 mt.
hár. Laufgast fyrst alira runna að vorinu. Ber gulhvít
smáblóm í maí, en blá ber stór í ágúst og september.
Vex fremur hægt en virðist sérlega harðger. Hefir aldrei