Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 57
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
63
legu skýrslu prf. Þor. Thoroddsens, í Lýsing íslands II.
bindi bls. 348 — 351. F*ar er talinn meðalhiti ýmsra staða
á landinu í 5 — 33 ár dregið saman eftir skýrslum veður-
fræðisstofnunarinnar í Höfn. Meðaltál Akureyrar nær yfir
19 ár, 1883—1901. Næstu athuganastaðir um lengra
tímabil eru Borðeyri og Raufarhöfn.
Samkvæmt yfirliti þessu er sumarhiti þessara staða tal-
inn þannig: Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Meðaltal
Raufarhöfn . . . . 1.9 6.1 8.2 7.5 4.9 5.70
Akureyri . . . . . 4.7 9.0 10.4 9.3 6.3 7.94
Borðeyri . . . . . 3.0 6.8 8.1 8.1 6.1 6 82
Ósamræmið á milli þessarar skýrslu, og þeirrar, sem
hér birtist yfir síðastliðin 13 ár, mun aðallega stafa frá
hinu mikla ísa- Og kuldatímabili milli 1880 og 90, yfir
það ná að minsta kosti athuganirnar á Akureyri, og hef-
ir það áhrif á meðaltalið. Þetta 13 ára tímabil eftir alda-
mótin eru aftur á móti sumur upp og ofan. Enginn af
þeim sannkölluð neyðarsumur, þótt 2 væru mjög köld,
1907 og 15. Sjálfsagt hefir heldur ekkert ^eirra verið
framúrskarandi sumar, hvað hita snertir, og að minsta
kosti hefir vorveðráttan verið í kaldara lagi.
Eftir því sem kunnugt er um veðurathuganir hér norð-
anlands, þykir mér að svo stöddu engu ósennilegra, að
hinn rétti meðalhiti, er framtíðarrannsóknir leiða i Ijós,
náigist eins mikið meðaltal síðara tímabilsins eins og
hins fyrra. Að minsta kosti gefur það hugmynd um,
hverri veðráttu vér eigum hér að venjast í skaplegu ár-
ferði. Verð eg því að svo komnu að álíta heimilt að
miða trjávaxtarhorfur Akureyrar og annara hlýinda sveita
við þann meðalhita, sem þessi fyrsti ræktaði trjágróður
hefir haft við að búa. Ef að þetta ekki getur staðizt, þá
væri sá trjávöxtur, sem hér hefir verið lýst, meira eða
minna falskur með tilliti til framtíðarinnar, og þær von-