Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Side 45
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands. 49
toppkalið nokkur sproti svo eg hafi tekið eftir. Verð-
skuldar mikla útbreiðslu.
Siberiskt geitblað (Lonicera tararica). Ættað frá Síberíu.
Flutt hingað frá Noregi. Talsvert hávaxinn runni. Alsett-
ur gulbleikum blómum í síðari hluta júní og í júlímán-
uði. Rauðleit ber í september. Ársvöxtur meiri en á
blátoppi, en toppkal tíðara. Skrautlegur, harðgerður runni,
er verðskuldar útbreiðslu.
Snœkvistur (Spiræa sorbifolia). Nálægt meter hár hálf-
runni. Laufgast afarsnemma á vorin. Bresta oft brum-
hlífar, þótt hálfur runninn sé hulinn í fönn. Blöðin fög-
ur og fíngerð. Blómstrar í ágúst. Má skifta eftir rótar-
skotum. Mjög auðræktaður, harðgerður, fallegur runni.
Snjóber (Symphoricarpus racimosa). Nýlega innfluttur
frá Noregi. Virðast sæmilega harðgerð. Lítilfjörleg blóm
í september.
Yllir (Sambucus racimosa). Bæði aðfluttur og alinn
upp af fræi. Sérlega þroskamikill ársvöxtur, metersprotar
og jafnvel meir. En þeir kala að jafnaði að vetrinum að
mestu leyti. Næst því enginn hæðarvöxtur að ráði, en
runninn til mikillar prýði engu að síður.
Eg skal svo láta hér staðar numið með upptalningu á
trjá- og runnategundum. Sleppi eg mörgu, sem af ein-
hverjum ástæðum ófullnægjandi reynsla er fengin um.
En þetta, sem hér er talið, ætti að nægja til þess að
sýna, að það er álitlegur hópur af trjám og runnateg-
undum, sem telja má með ýullri vissu að þrifizt geti hér
á Norðurlandi, þeim til ánægju og yndis, er trjárækt
vilja sinna.
Ársvöxtur nokkurra trjátegunda.
Eg hefi að undanförnu nefnt hæð og aldur ýmsra
trjátegunda. Til nánari skýringar vil eg nú gefa yfirlit
4