Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 109
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
115
þarf því að sá vel þétt, annars er sú sort bæði bragð-
mikil og bragðgóð.
Spinat (Goliath) var sáð í vermireit og plantað 16.
júní. þroskaðist vel, en vildi blómstra seinni part sum-
arsins.
Salat (Stensalat) var sáð og plantað samtímis spínat-
inu. Varð aldrei vel gott í sumar vegna vatnsleysis.
Kjörvel var sáð í vermireit og plantað út í sólreit. Var
þroskað um miðjan ágúst.
Blómkál (»Tidlig Erfurter« og »Stor Dansk«) var sáð
í vermireit 18. maí, plantað um í sólreit 2. júníogplant-
að út í garðinn 16. júní. Stráð kalksaltpétri kringum
plönturnar einusinni á fyrrihluta vaxtartímabilsins, hreykt
einusinni og vökvað svo oft sem tök voru á. »Tidlig
Erfurter« var fyr þroskað, um miðjan ágúst. Þyngsta
höfuðið óg 1 kg. 30 gr.
Hvitkál (»Maispids) var sáð og plantað samtímis blóm-
kali og mætti sömu meðferð um vaxtartímann, að því
undanteknu, að það fékk engan saltpétur og var sjaldn-
ar vökvað. Hvítkálið varð allvel þroskað. Höfuðin voru
þó smá, en vel þétt voru þau flest, og mjög bragðgóð.
Savoierkál sáð og plantað á sama tíma, varð aldrei
þroskað.
Grænkál var sáð í vermireit og plantað þaðan út í
garðinn, einusinni hreykt. Var fullþroskað í byrjun ágúst.
Rauðkál varð aldréi fullþroska. Höfuðin smá og laus,
en þó æt.
Rósinkáli varð ekki neitt úr. Var að byrja að setja
höfuðið í haust þegar frostin komu, hætti þá að vaxa
og plantan trénaði.
Rabarbari (Linneus og Viktoria). Öllum gömlu rótun-
um var í vor skift í 3 — 4 parta. »Viktoria erágætharð-
gjörð sort og gefur mikla uppskeru. Leggirnir grænir.
»Linneus« er talin að vera fínni sort, en gefur miklu
minni uppskeru. Leggirnir dökkrauðir í gegn.