Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 71
j Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands. 77
leiðingum langur flutningur er bundinn fyrir þroska
plantnanna. Það er ekki nóg að geyma allan árangur
trjáræktarinnar á einum eða tveimur stöðum í landinu,
þar sem tiltölulega fáir hafa hans not. Það þarf að lýsa
upp landið með lifandi auglýsingum frá laufgrænum
skógi í fjarska. Þá mun fljótt áhugi breiðast útum bygð-
irnar. Fleiri og fleiri færa heim með sér fáeinar plöntur,
til þess að gróðursetja við bæinn sinn. Og þá munu
framkvæmdamennirnir smátt og smátt hefjast handa og
planta í hagsmunaskyni þær tegundir, er reynslan hefir
sýnt þeim, að þess eru verðar.
Á þennan veg er það, sem eg hefi hugsað mér að
trjáræktin breiddist út, og næði tökum á fjöldanum og
um leið tilgangi sínum. Það er náttúrleg framþróun, ekkert
fálm útí loftið né frumhlaup, heldur markbundið starf,
með íslenzka reynslu að bakhjarli.
Og þessu þurfum vér að koma áleiðis. Pörfin kallar,
hagsmunaþörfin i fjárhagslegu og menningarlegu tilliti.
Það er ekki öll menning mæld í krónutali, ekki öll ánægja
heldur. Hér er um að ræða eina uppsprettu ánægjunnar,
eina þroskaleið og fullnæging eins hins besta sem býr
í mannssálinni, fegurðartilfinningarinnar. Er hún þá einskis
virði, af því hún verður ekki mæld í krónutali?
Unga fólkið er að flýja sveitirnar okkar. Pað safnast
saman um glysið og glauminn í þorpslífi þessa lands.
Eigum við ekki að reyna að auka yndi þess í sveitinni?
Ekkert er samboðnara óspiltri æsku en trjáræktin. Hún
er hugsjónastarf og framtíðarstarf, eins og æskudraumar
unglinganna. Hér er oss bent á eina leiðina til þess að
treysta trygð æskunnar við heimahagana, þeirrar minsta
kosti, sem nokkur manndáð er í. Hér verður því að taka á af
alefli, láta hönd fylgja hug. Það er eitt menningaratriði
og menningarmark þessarar þjóðar, hvernig það tekst.