Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 62
68
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
ekki vissi eg hvérju það mundi sæta, ef greni gæti ekki
gróið á íslandi, fyrst það yxi uppúr hjarnfönn um há-
sumar í háfjöllum Svíþjóðar.
Röros stendur á hásléttu langt inni í landi í Noregi,
þar er vetrarríki mikið og sumur þó ekki heit. Reyniber
þroskast þar aðeins í beztu árum. Byggrækt getur ekki
lánast og kartöfluuppskera er léleg og óviss. Þar óx þó
þéttur furuskógur, er eyðilagður var af mannavöldum á
ofanverðri 18. öld, þar er nú sandauðn eftir. Á henni
vaxa þó fjallalerkar, sem taldir voru fyrir allmörgum
árum 10.3 met. að hæð.
Fjeldberg stendur efst í Hallingdalnum 996 met. hátt.
Rar stendur vel vaxinn skógur af greni og furu í sam-
skóg 940 met. hátt. Hvort um sig heldur svo nokkru
hærra. Grenið uppí 1066 met. hæð og er þá aðeins orð-
ið 6.2 —7.8 met. hátt með 31 cm. stofnþvermál. Furan
vex þar tæplega eins hátt nú, en hefir vaxið hærra fyr
á tímum. Hafa lifandi leifar hennar fundist á Harðanger-
hálendinu skamt frá Fjeldberg á 1225 met. hæð, en
gamlir furustofnar enn þá hærra. Birki er fremur lítið á
þessum stöðvum, enda liggur það undir þungum bú-
sifjum af búpeningi, er á hverju hausti drífur ofan af
Harðanger-hálendinu, og etur það upp jafnóðum sem
það vex. Pó er talinn allgóður birkiskógur 1100 met.
hátt, og reyniviður og heggur komast einnig á sömu
hæð, en bera þar ekki þroskuð fræ.
í þessu stutta yfiriiti höfum vér þá aðallega kynst út-
jöðrum skóggróðursins í Noregi og þeim kjörum, sem
hann á þar við að búa samkvæmt því, sem einföldustu
veðurathuganir geta um það sagt. Vér sjáum hvernig
skógurinn nær meiri og meiri þroska með vaxandi veð-
ursæld, en furðu utarlega í þessu belti finnum vér þó
svæði, þar sem helztu nytjatrjátegundir norðlægta landa
ná arðvænlegum þroska. Rannsókn á þessu leíðir í Ijós,
að beltaskifting trjátegundanna er ekki svo algjör, sem
ætla mætti. Furan og grenið skiftast sumstaðar á hvort