Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 35
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands. 3Q
•
að verða trjágöng. Lerkaröðin meðfram veginum er
plöntuð 1908 og náði þá ekki manni í hné. Nú eru trén
2 — 2,85 metr. há og mörg um 20 cm. að ummáli. Hér
sjást einnig 3 greniraðir, allar jafngamlar, er hafa vaxið
upp við talsvert mismunandi kjör. Ber ein þeirra langt
af, enda er hún vaxin í allfrjóum og hæfilega rökum
blendingsjarðvegi, hinar í þurari og ófrjórri leirmold.
Þarna uppi í lægðinni er matjurtagarðurinn, inniluktur
í dálitlum grenilundi á þrjá vegu. Hann er frá 1911 og
því lítils vaxtar að vænta í kringum hann enn þá, en
einhverntíma ætti að verða þarna reglulegt skjól. Og
skýla mætti hjá matjurtagörðum á sama hátt víðar á
landi voru. Svo kemur blárauða brekkan þarna, sem
mörgum verður svo starsýnt á. Hún var mér einu sinni
áhyggjuefni. Hún stóð áveðurs, blásin og ber og eg gat
ekkert fengið til að spretta í henni. Svo hugkvæmdist
mér að planta í hana rauðblaðarós (Rosa rubrifolia) vor-
ið 1912. Síðan er hún klædd blárauðri rósabreiðu, sem
þéttist og hækkar ár frá ári. Þetta sýnir bezt, að rósirn-
ar eru engar veimiltítur, þótt þær auðvitað vaxi ekki al-
staðar jafnvel. Sé eg enn enga plöntu líklegri til girð-
inga hér á landi. En hún hefir því miður þann leiða ó-
kost, að vera reglulegt sælgæti fyrir sauðkindina, sem
etur blöð hennar og brumsprota, meðan hún sér það
fært fyrir þyrnum. Ró er sú bót í máli, að með aldrin-
um þorna og þyrnast svo stofnsprotar rósarinnar, að
sauðfé mun standa af þeim nokkur beygur. Eg get sýnt
hér rósarunna, er eg hefi reynt ýmislegt við. Fyrir 3 ár-
um gjörhjó eg t. d. gamla runna laust við jörð. Nú eru
þeir aftur þéttir og búsnir og nálega 3 ál. að hæð. í
vor var 15 ára rósagirðing, er farin var að feyskjast,
einnig gjörklipt lítið eitt frá jörð. Nú eru vaxnir þar frá
flestum rótum alt að álnar sprotar. Sömuleiðis má grisja
feyskjurnar úr og getur þá rósin eflaust haldið sér afar-
iengi, án þess að vera gjörklipt niður. Bendi eg á þetta
til þess að sýna þroskaþrótt hennar og mikilsverða eig-