Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 50
56
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
vel greni liefir t. d. einstök ár vaxið um 30 cm., en það
þykir fullkominn meðalvöxtur í skógræktarlöndunum.
Einstakir sprotar þess hafa náð 50 cm. lengd. Það er
talinn góður vöxtur erlendis, og sem dæmi um lengstu
grenisprota eru þar taldir 80 — 90 cm. Lerkinn sýnist alt
að því eins bráðþroska eins og í heimkynni sínu, Norð-
ur-Síberíu. Hér eru lengstu sprotar hans 62 cm. eða um
alin. Sé birkivöxturinn borinn saman við birkiskógana
hér heima, er hann einnig meiri. Hér eru hæstu birki-
trén orðin rúmir 4 metrar 16 ára að aldri. Hæstu birki-
skógarnir hér á landi eru aðeins 8 — 10 metrar og þó 80
ára gamlir og meir, og mikill þorri þeirra er litlu hærri
en þessar plöntur. Pær virðast því ekki verða lengi að
ná þeim, ef alt fer með feldu. En er þá hámarkinu náð?
Er birkinu ekki áskapaður hærri vöxtur hér á landi?
Litlar líkur virðast til þess að svo muni vera. Meiri á-
stæða til þess að ætla, að fullkomin friðun frá byrjun,
hæfilegur þéttleiki og byrjunartilreiðsla jarðvegsins geti
haft svo mikið að þýða fyrir trjávöxtinn, að hinn ræktaði
skógur geti komizt langt framúr hinum vilta að vexti.
Trjáþroskinn og jarðvegurinn.
Það má einnig teljast eftirtektarvert, hve mikill munur
er á vexti allra trjátegundanna eftir því, hvort þær vaxa
í rótuðum og lítið eitt ræktuðum jarðvegi, eða þau vaxa
í vanalegri óræktarjörð. Lerkinn vex að meðaltali hér
30.3 cm. í Trjáræktarstöðinni, 23.2 cm. í rótuðum jarð-
vegi í Gróðrarstöðinni, en 19.7 cm. í óræktuðum jarð-
vegi. Grenið vex 20 cm. í Trjáræktarstöðinni, 16.8 cm.
í Gróðrarstöðinni, en aðeins 9.1 cm. í óræktuðu landi.
I Trjáræktarstöðinni gerir skjólið eflaust nokkuð að verk-
um, en jarðvegur er þar frjór. í Gróðrarstöðinni er skjól-
munur ekki mikill, og þar mun vaxtarmunurinn aðallega
liggja í mismunandi frjósemi landsins, með því líka öðr-