Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 51
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
57
um staðnum er bylt, en hinn hefir sinn upprunalega
grassvörð órótaðan. Sama verður uppi á teningnum með
birkið, þegar vöxtur þess á lélega landinu er borinn
saman við vöxt þess í rótuðu blettunum. þó vex birkið
víða í skógunum hér á landi í miklu lélegri jarðvegi en
hér er um að ræða, en þar á það heima, þar hefir það
skapað sér skógvaxtarskilyrði með limi sínu og laufi í
tugi og aldir ára. Hér er það ókunnugt, hér nær það
ekki tökum á næringarforðanum og ótal aðrar jurtir
heimavanar og heimaríkar reyna að bægja svo óboðnum
gesti. Erlendis er víða um það kvartað, hve erfitt sé að
rækta skóg, þar sem skóglaust er fyrir, án þess að leit-
ast fyrir á ýmsar lundir og sæta því lagi, er við á á
hverjum stað. Pess ber ekki að dyljast, að við stöndum
hér, að því er náttúrufar snertir, ólíkt ver að vígi en
skógræktarþjóðirnar í nágrannalöndunum yfirleitt, og því
væri ekki óeðlilegt, þótt enn þá meiri tálmanir yrðu á
vegi trjá- og skógræktar hér á landi. Þessi litla reynsla,
sem þegar er fengin, bendir líka í þá átt, að til þess að
vér getum vænzt kraftmikils gróðurs í upprennandi trjá-
lundi utan skógs, þá verðum vér að bæta það upp í
tilreiðslu jarðvegarins og jafnvel áburði, sem hér vantar
á í þroskaskilyrðum plantnanna, að minsta kosti þangað
til að trén sjálf fara að bæta jarðveginn og skapa sér
skjól og önnur skógræktarskilyrði. Bendir þetta meðal
annars á, hve nauðsynlegt er að velja vel staði fyrir
skrúðgarða og trjáreiti, sem oss er áhugamál að fá sem
fyrst til þess að bera sýnilegan árangur, okkur til gagns
og ánægju.
Blómgun og fræþroski.
Eg vil geta þessa hér með nokkrum orðum, sökum
þess, að það getur ef til vill haft nokkra þýðingu fyrir
framtíð trjáræktarinnar hér á landi, hvort tegundir þær,