Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 33
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
37
Liggur nokkur hluti trjáreitsins á sléttu, norðan við og
í kringum íbúðarhús félagsins. Má þar heita á bersvæði
frá náttúrunnar hálfu, en hús hafa verið bygð, er skýla
að nokkru fyrir norðanáít, en óskýlt er með öllu mót
austri. Annar hluti trjáreitsins liggur í lægð nokkurri til
vesturs inn í brekkurnar; er þar talsvert skjól, einkum
tyrir norðanátt, en snjóþungt mjög. Og loks hefir mikið
verið plantað í hæð eina vestanvert í stöðinni, sem er
mjög áveðurs og ófrjó að jarðvegi. Hér var byrjað að
starfa með stofnun Ræktunarfélagsins 1903. Var þá lítið
eitt brotið og því starfi haldið áfram 1904, það ár
borið á nokkuð af útlendum og innlendum áburði,
sáð kartöflum, rófum og höfrum og plantað nokkrum
runnum og trjám. Vorið 1905 var sama endurtekið og
þá farið að planta fyrir alvöru trjáplöntur, öldum upp af
fræi í trjáræktarstöðinni.
Nú göngum vér eftir trjágöngum norður frá íbúðar-
húsinu. Rar er plantað birki að austan, en reynir að
vestanverðu. Ressi göng og trjágróðurinn umhverfis sést
af mynd á bls 38. F*au lokast ekki ennþá yfir höfðum
vorum éins og göngin í trjáræktarstöðinni, enda er
birkið plantað 1905, en reynirinn ekki fyr en 1910, en
það líður ekki á mörgum árum þar til göngin lokast, ef
alt fer með feldu, því nú er reynirinn rúmlega mann-
hæðar hár, en birkiröðin 2,50 — 3,75 met Gildasti birki-
stofninn er hér um bil 35 cm. í ummál. Þetta er þó á
sléttu, að heita má óvarið fyrir veðrum, að öðru leyti en
því, að rauðberjarunnum var plantað til skjóls trjáplönt-
unum, meðan þær voru minstar að vexti.
Rarna inn á milli trjáraðanna til vesturs sjást rnnnar
og trjáplöntur á ýmsum aldri, þær standa í dreifbeðun-
um og bíða útsendingar á næstu árum.
Hjer er komið að grenigarðinum, það á að verða lif-
andi gírðing af þéttplöntuðu greni, er nú um 1 meter
að hæð.
Og nú opnast annar vegur til suðurs. Það eiga einnig