Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 66
72
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
ig til reika hefir fjöldi plantna farið ofaní jörðina eftir
2 — 5 vikna hrakning með, vægast sagt, misjöfnum skiln-
ingi mannanna á kröfum sínum.
F*á er ekki alllítið undir trjáreitarstæðinu komið. Eg
hefi áður minst á skjólþörf plantnanna, og hve illa ætti
við þær berangur allan tíma árs. Petta ætti helzt að tak-
ast til greina. En sá sem vill velja trjáreitarstæði til prýð-
is við bæinn sinn á oft úr vöndu að ráða. Bærinn stend-
ur á hól eða hæð, jarðvegurinn þess vegna þur, en í
mjög þurum jarðvégi þroskast plönturnar ver en í hæfi-
lega rökum, að minsta kosti í Eyjafirði og Þingeyjar-
sýslu. Pá er oft við bæi fult af ösku og gömlum bæjar-
rústum, slíkur jarðvegur getur verið góður í sjálfu sér
lítið eitt til blöndunar, en eintóman hefi eg séð hann
gefast illa. Við húsin er helzt að vænta skjóls og hlý-
inda móti sól og suðri, en það er þá oft líka mesta
stormaáttin, þar sem svipvindar bregða sér á leik fyrir
horn og húsgafla, svo alt ætlar úr skorðum að ganga.
Víða hvar stendur líka bæjarbygging fyrir dyrum, þar
sem frambúðar-húsakynni eru óvíða komin í tag á landi
hér. Að öllu þessu athuguðu, rekur sig hvað á annað,
og mun víða fara svo, að vænn böggull fylgi skammrifi,
er nota skal skjólið af húsunum. Eg álít því, að víða sé
trjáræktin eins vel komin dálítið burtu frá bænum, þar
sem jarðrakinn er hæfilegri og náttúrlegs skjóls gætir að
einhverju. Hæfilegur snjór að vetrinum hefir og mikið
að þýða. Mikils er þó vert, að svo takist að velja reit-
inn og afstöðu hans frá bænum, að gróður hans geti
notið sín til þess að verða sannarleg bæjarprýði.
Að skrúðgarðar hingað til hafa helzt til mikið verið
bundnir við bæjarvegginn, án tillits til jarðvegs og ann-
arar afstöðu, er enn ein ástæða til þeirra mistaka, sem
á hefir orðið um gróður þeirra á ýmsum stöðum.
Enn er eitt sem eg vildi benda á og það er að skera
ekki garðstærðina óskaplega við neglur sér, og eins hitt,
að sjá ekki í fáeina aura til þess að planta þétt í garðinn