Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 90
96
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
Er nú út breiðsla þeirra í byrjun. Notaðar við samantekn-
ing og til þess að taka ofan af röstinni og færa í flekk-
inn á þurum og sléttum engjum. Vel sprotna þura töðu
geta þær rakað sæmilega á sléttu túni í annari umferð,
en á smá hey verða þær ekki notaðar til fullnaðarrækst-
urs. Eru of gistindaðar. Hingað til lands munu ekki hafa
flutst þétttindaðri hrífur en 30 tindar á 8 fetum, ca. 8
cm. milli tinda, en í Pýskalandi er farið að búa til hrífur
með 40 tindum á 8 fetum, eða ca. 6 cm. milli tinda-
Pær eru nú útilokaðar frá markaðinum sökum stríðsins,
en þeim þurfum við að ná að því loknu, ef við þá ekki
höfum náð í þær eins þétttindaðar úr annari átt. Erfitt
að fá verksmiðjur til þess að breyta nokkru okkar vegna.
Víðskifti vor reikna þeir svo hverfandi lítil og óviss.
Hestahrífur kostuðu 110 —120 kr. Nú eflaust hátt á ann-
að hundrað.
Snúningsvélar. Þær reka vanalega lestina af heyvinnu-
vélunum. Nokkrir bændur hafa reynt þær, og gefist vel.
Telja 2 snúninga með snúningsvél jafngilda 3 með hand-
hrífu; auk þess sem þær munu afkasta verki á við 8 — 10
manns, þar sem vel hagar til. En varhugaverð er notkun
vélanna í miklum vindi, því þær snúa með því að kasta
heyinu hátt í loft upp. Eiga því bezt við á stéttum tún-
um og þar, sem mikið er flutt saman af heyi úr votengi.
Á reitings slæjulandi við lítinn heyfeng kemur notkun
þeirra tæpast til greina. Amerískar snúningsvélar beztar.
Kostuðu um 175 kr. Nú eflaust hátt á þriðja hundrað.
Draghrifur. f*ær eru notaðar í Noregi og Svíþjóð af
ýmsri gerð, bæði við samantekningu og til þess, að
draga blautt hey að hesjum.* Pær eru einskonar tinda-
kambur úr tré eða járni, sem dregin er flatur, smjúga
þá tindarnir undir heyið, og safnast það þannig í háa
* Hesjur eru einskonar girðingar úr staurum og sléttum vír, sem
heyið er hengt á og þurkað. Algengasta heyþurkunaraðferð í
miklum hluta Noregs,