Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 43
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
47
Heggur (Prunus Padus). Hæsta tréð er 2 mtr. og 11
ára að aldri. Árssprotar oft langir, en hættir við kali.
Hefir blómstrað sum sumur fyrrihl. júní. Virðist talsvert
harðgerður og að minsta kosti þrífast hér sem hávax-
inn runni.
Hlynur (Acer platanoides). Af honum lifa nokkrar plönt-
ur 11 ára að aldri. Vaxa all-langir sprotar á hverju ári
en kala jafnóðum, svo naumast mun hann meter hár
runni ennþá. Eg hefi reynt fræsáningu, komu upp fá-
einar plöntur en dóu næsta vetur. Lítil von um þá trjá-
tegund hér, nema sem runna.
Síberiskt eplatré (Pyrus prunifolia). Nokkrar plöntur í
trjáræktarstöðmni. Aldar upp af fræi sem Sig. Sigurðsson
skólastjóri tók í gróðrarstöðinni í Stenkær í Noregi. Nú
17 ára gamlar og um 1.5 mtr. að hæð. Hafa ekki ennþá
blómstrað. Síðasta ár var plantað nokkrum eplatrjám frá
Noregi, en óséð um afdrif þeirra.
Askur (Fraxinus excelsior). Fræi sáð 1914. Plönturnar
þroskalegar í fyrstu en hafa toppkalið. Ovíst um frain-
tíð þeirra.
3. Runnar.
Rauðber (Ribes rubrum). Reynist mjög harðgerður runni.
Berjatekjan mikil. Hafa þau þroskazt á hverju sumri í
síðari hluta september. Á síðari árum alin upp af græð-
lingum.
Sólber (Ribes nigrum). Prífast sömuleiðis mjög vel.
Proska ber árlega, en berjatekjan minni en á rauðberj-
um. Sömuleiðis alin upp af græðlingum.
Hindber (Ribes idæus). Vaxa sömuleiðis vel. Hafa bor-
ið fullþroska ber í betri sumrum. Má fljótt fjölga af rót-
arskotum.
Siberiskt baunatré (Caragana arborescensis). Reynist
mjög harðgjört, en ekki sérlega bráðþroska. Hæstar
plöntur nú 2.25 met. 13ára að aldri. Runnurinn alsettur