Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 70
76
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
landsskógræktin tekið þessa fræsáningu upp og gefizt
vel. Nú fyrst um sinn má réttmætt teljast, að aðalskóg-
ræktarframkvæmdirnar verði meira bundnar við skógar-
leifarnar, en það má ekki hafa skóglausu héruðin út-
undan. Par liggur enn þá meira rannsóknarstarf fyrir
hendi, til þess að trjáræktarframkvæmdunum verði fundn-
ar hinar réttu aðferðir og að ekki sé lagt útí fyrirtæki,
sem enda sem viðvörun.
það þarf að taka upp nánari kerfisbundnar tilraunir
um áhrif mismunandi jarðvegs og ræktunaraðferða fyrir
hinar einstöku trjátegundir. Athuga hverja þýðingu for-
græðsla* til skjóls og jarðvegsbóta gæti haft. Pað þarf
að rannsaka, á hvaða svæðum eiginleg trjárækt geti átt
sér stað hér á landi og leitast við að gera sér grein
fyrir, hver sé orsökin til mismunandi þroska trjánna frá
einum stað til annars. það þarf að halda áfram afbrigða-
og tegundatilraununum og reyna sérstaklega fræ frá
norðlægum vaxtarstöðum. Vænti eg að þar eigum við
enn ófundnar framtíðartegundir, einkum í N.-Canada,
Alaska og víðar. Hér er nóg verkefni, bæði fyrir Rækt-
unarfélagið og landsskógræktina, og það þarf að komast
á samstarf og fult samræmi f starfsaðferðum. Ress vegna
þarf að fá einstaka menn og félög útum landið til þess
að koma upp hjá sér smá-gróðrarreitum, er séu undir
eftirliti frá Ræktunarfélaginu eða umsjónarmönnum lands-
skógræktarinnar. Er sérstök ástæða til þess að hlynna að
og leiðbeina ungmennafélögunum, sem bjóða sig fram
sem sjálfboðaliða fyrir þetta mikilvæga málefni. Fram hjá
þeim kröftum hefir verið gengið altof mikið hingað til
af þeim, sem yfir eiga að ráða. í þessum trjáreitum þurfa
að vera aldar upp trjáplöntur, bæði til eiginþarfa og til
útbýtingar um sveitina fyrir mjög lágt gjald, með því
reynslan hefir sýnt, hve miklum erfiðleikum og illum af-
* Forgræðslu nefni eg plöntun trjá- eða runnategunda til undirbún-
ings vaxtarskilyrða fyrir hin eiginlegu nytjatré.