Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 58
64
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
ir sem hann er að vekja, hillingar einar, sem hörfuðu
undan og hyrfu, er járnkaldur virkileikinn vildi fara um
þær ómjúkum höndum.
Og enn fremur, þótt veðurfræðingar hafi ennþá bent
á Akureyri sem hjnn langhlýjasta blett á Norðurlandi,
þá hygg eg, að of mikið sé úr því gert. Til samanburð-
ar hafa aðallega legið fyrir athuganir frá harðinda- og út-
kjálkasveitum, en óransakaður ennþá, svo eg til viti,
sumarhitinn í góðsveitum Skagafjarðar- og Suður-Pingeyjar-
sýslu. Tel eg engan vafa, að sumstaðar á þessu svæði
nálgist hitinn mjög mikið hlýindi Akureyrar, og sé má-
ske á sumum stöðum meiri. Eg álít því ekki ástæðu til
þess að ætla trjáræktarstöðina á Akureyri sérstaklega stað-
bundna fyrir þann blett, heldur gildi hún, að því er hita-
skilyrði snertir fyrir veðursælli sveitir hér norðanlands.
Erlend reynsla um trjágróður og hitamagn.
Hér hefir þá að nokkru verið lýst hinum uppvaxandi
trjágróðri á Akureyri og þeim kjörum, sem hann á við
að búa. En þessi reynsla nær svo stutt. Ennþá vitum
vér ekki, hvað muni lánast, hve mikils megi vænta. Til
lítilsháttar samanburðar mætti því vera fróðlegt, að fá
vitneskju um viðgang trjágróðursins á þeim stöðum er-
lendis, þar sem lífsskilyrði hans væru einna líkust því,
sem hér á sér stað, eða livort nytjatrjágróður þrífst yfir-
leitt við svo kalda sumarveðráttu, sem hann hér á við
að búa. Slíkur samanburður er auðvitað aldrei fullgildur,
því svo margt fleira kemur til greina en hitinn, sem
skapar skógræktarskilyrðin, en á honum má þó nokkurt
mark taka, meðan ekki er meiri innlendri reynslu til að
dreifa.
Kunnast oss í þessu efni, og næst, er Noregur, og
kemur þar þó aðeins til greina norðurhlutinn og hálend-
ið sunnar í landinu.