Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 67

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 67
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands. 73 í fyrstu, 1—2 al. millibil milli smáplantna er hæfilegt. Kostirnir við að planta þétt eru þessir: Trén veita hvert öðru skjól í uppvextinum og dafna því betur. Hefi eg margfalda reynslu fyrir því, hversu tré í samgróðri vaxa betur en einstaklingar á bersvæði, þótt við sömu kjör búi að öðru leyti. Það má einnig búast við, einkum ef um aðfluttar plöntur er að ræða, að meira eða minna gangi úr leik. Það rýmist því af sjálfu sér í garðinum, áður en langt líður. Og loks þegar langt er liðið, og plönt- urnar fara að þrengja hver að annari, þá á að höggva alt veigaminsta ungviðið úr, en skilja þróttmestu plönt- urnar eftir. Pá fyrst er kominn tími til þess að gefa garð- inum þann fegurðar svip og lögun, sem honum er ætl- að að fá, getur þá vöxtur einstakra trjáa valdið þar nokkru um, ef um stærri garð er að gera. Þetta er vegurinn til þess á hlutfallslega skömmum tíma að koma upp feg- ursta skrúðgarði, með úrvalstrjám einum innan veggja. í gisplöntuðu görðunum aftur á móti má ekkert tré deyja. Að eg nú ekki tala um, þar sem öll trjáræktin er 1—4 piöntur, eins og sumstaðar á sér stað. Stundum hittir þá dauðinn þá plöntuna, sem sfzt skyldi, og mis- fellur á svona litlum hóp geta farið með alla fegurðina,— þótt fylgja skyldi öllum listarinnar reglum í fyrstu — og þá máski um leið með talsvert af trú og áhuga eigand- ans, svo það dregst úr hömlu að bæta í skarðið. Garð- urinn fellur í ónáð, síðan í óhirðingu, og einhvern góð- an veðurdag sléttir svo auðtönnin yfir alt saman. Og hér kem eg að mikilvægasta atriðinu af öllu. Garð- urinn þarf að vera fullkomlega friðaður, og til þess nægir ekkert kák. Ekki minna en tveggja álna há girðing. Ef ekki rimlagirðing eða járn, þá girðing úr vírneti. Pað ver vel, en veitir lítið skjól. Góð girðing er dýrari í fyrstu, en hún endist líka betur, og oftast er hér ekki um þær vegalengdir að ræða, að miklu muni. Dýrara er hitt að láta eyðileggja 'garðinn, sem trú manns og vonir eru bundnar við. Eða vitið þið, hve dýrt það muni verða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.