Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 81
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
87
opna af hestbaki, má þá ýta grindinni á undan sér á
stiltum hesti, án þess að fara af baki. Útbúnað læsing-
arinnar má sjálfsagt hafa með fleiru móti, t. d. höfðu
þeir í Höfða fjöður framan á grindarendanum, sem féll
inní samskonar hak á hliðstólpanum, er grindin féll aftur.
Grindajárn þessi eru smíðuð af Kristni Kristjánssyni í
Leirhöfn, eftir fyrirsögn Benedikts Kristjánssonar, bónda
á Þverá í Axarfirði. Hafði hann séð þetta í Noregi, kvað
hann þennan hliðaútbúnað hafðan á alfaravegum þar.
Pessum hliðaútbúnaði hefi eg lýst fyrir Stefáni Stef-
ánssyni, smið á Akureyri, og hefir hann gjört járn eftir
því. Má sjá þau á grind hjá Sig. Sigurðssyni, smið á
Akureyri, og hjá Stefáni Stefánssyni, skólameistara, á
hliði norðan við Gagnfræðaskólann.
Að endingu vil eg biðja Iesendur Ársritsins að íhuga
þetta mál og ef ske kynni, að eitt eða annað af því, sem
eg hefi hér að framan bent á, að betur mætti fara, gæti
orðið til þess, að frágangur girðinga og hliðaumbúnað-
ur yrði betri, þá tel eg þessa grein hafa náð tilgangi
sínum.
Skrifað í desember 1916.
Kristján Jónsson,
Nesi.