Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 40
44
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
í Ameríku. Verður þar 10—20 mtr. há. Sáð 1912. Plöntu-
þroski í fræbeði góður, en eyðilagðist af óhappi. Parf
að reynast frekar.
Rauðgreni (Picea exelsa). Elztu plöntur 14 ára. Hæð
2.20—2.45 met. Pað hefir verið reyntámörgum stöðum
og við margskonar kjör. Flest ár toppkala fáeinar plönt-
ur. Plantan beinvaxin, græn og með fullkomnum þroska-
einkennum, þar sem jarðvegur er frjór og hæfilega rakur.
í lélegum jarðvegi, og þar sem þurks kennir um of, er
öll plantan bleikari að lit og"veiklulegri. Vex þar einnig
hægra, en virðist þola margskonar illa aðbúð, án þess
að láta yfirbugast með öllu.
Balsamgreni (Abies balsamea). Elztu plöntur 11 ára.
Hæð 1.25 — 1.65 mtr. Aðallega reynd í trjáræktarstöðinni.
Vex mjög hægt framanaf, eins og greinitegundarnar yfir
leitt, en hefir hert á sér nú síðari árin, svo nú vex það
örara en rauðgreni og fura. Stofninn beinn og grannur.
Toppkal sjaldgæft. Plantan hin fegursta að öllu útliti,
nálarnar grænar, gljáandi og með sterkri ilman, gefur
beztu vonir í framtíðinni sem skrauttré í skrúðgörðum
vorum, hvað sem meira kann að verða.
Silfurgreni (Abies pectinata). Plönturnar 8 ára. Hefir
farið hægt fram, en verið mjög hraust. Plantan hin feg-
ursta. Oreina og nálaskipun lík og á balsamgreni.
Siberiskt greni (Abies Siberica). Ættuð frá Síberíu, sáð
1911. Plönturnar nú 21—27 cm. Hefir því vaxið hægt
sem aðrar abies tegundir, en virðist svo sérlega ánægt
með sjálft sig, þróttmikið og hraust að eg minnist varla
að nokkur planta hafi farizt, er upp kom í fræbeði, voru
þó teknar til útplöntunar svo þúsundum skifti. Hefir
verið plantað bæði í trjáræktarstöðina og gróðrarstöðina.
Vöxtur svipaður á báðum stöðunum. Eftir horfunum nú
má máske vænta af þessari tegund mestrar framtíðar til
nytja af þeim greinitegundum, sem enn hafa verið reyndar.
Lerki (Larix Siberica) ættaður frá Síberíu. Elztu trén
nú 13 ára. Hæð 2.80-3.75 mtr. Hefir áður verið á hann