Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 80
86
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
grindarinnar er vanaleg, en sú neðri er breiður járn-
spaði með tveimur silingum framaní með sama millibili
og krókarnir, svo þær falla rétt á krókana, þegar grind-
in er rétt í hliðinu. Þegar svo grindin er opnuð á ann-
an veg, sem sama er hvor er, snýst hún útaf öðrum
króknum að neðan, en leikur á hinum, við það verður
halli á grindinni, þannig, að hún gengur lengra úr lóði
að neðan og veldur það því, að hún Ieitar aftur til baka
þar til hún fellur á báða krókana aftur og er þá rétt í
hliðinu, kemur þá læsingin til sögunnar og stoppar, að
hún hendist ekki yfir og í gegn. Lamir þessar verða að
vera sterkar og heizt klofnar þannig, að þær gangi beggja
vegna á grindina til styrktar og skrúfboltar í gegn, svo
gott sé aó taka þær af sé þess þörf við breytingar.
Lœsing grindarinnar er eins og sjá má á myndinni. Ofan
á fremri enda grindarinnar liggur járn, sem stendur 1 — 1'/2
þuml. fram af grindinni, leikur járn þetta, sem er læs-
ingarjárnið á þolinmóð í lykkju, sem negld er efst á
grindina, og einnig er í lykkju þessari fjöður, sem styð-
ur ofaná læsingarjárnið, svo það spennist niður á grind-
ina og í fals eða hak, sem fest er framan á hliðstólp-
ann. Hailar beggja vegna frá því haki, svo þegar grind-
in fellur aftur af afli, þá rennur læsingarjárnið upp eftir
sniðfleti haksins þar til það fellur niður í sporið og
stoppast þá grindin. Til að opna þarf ekki annað en
taka í krókinn, sem upp stendur og er áframhald af
læsingarjárninu, og lyfta því upp úr hakinu, gefur fjöðr-
in þá eftir og er þá grindin laus og gengur til hvorrar
handar sem vera vill. Þarf þá ekki annað, er komið er í
gegnum hliðið, en sleppa grindinni, leitar hún þá sjálf
til baka og læsir sér, þó þéttur vindur sé, en sé svo
hvast, að hún nái ekki í læsinguna, fellur hún að strax
og lægir, á hvorn veg sem hún hefir gengið og getur
því aldrei staðið opin. Verður þetta af verkunum hjar-
anna og þyngd grindarinnar. Bezt er að krókurinn, sem
upp af grindinni stendur, sé svo hár,' að hægt sé að