Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 91
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
97
hrúgu á kambinn. Verkfæri þetta flýtir mjög fyrir saman-
tekningu á sléttu, skilar minni dreif og er skemtilegri til
afnota en borðið, sem sumstaðar er notað.
Nú í vetur hefir herra Kristján Benediktsson plægingam.
á .Leifsstöðum unnið að uppfyndingu á draghrífu, er að
nokkru líkist hinum norsku, en er þó gerð í öðrum til-
gangi og með öðrum útbúnaði. Aðaltilgangurinn er sá,
að draga saman múga á votengi, þar sem slegið væri
með grindaljá, og kæmi það í stað handhrífuraksturs.
Er kambinum ætlað að smjúga undir múginn, en svo
legst heyið aftur af tindunum á einskonar sleða með
gind eða neti umhverfis. Jafnóðum og keyrt er áfram,
er heyinu hlaðið á sleðann unz komið er heilt æki, er
þá kambinum lyft upp með vogstöng og ækið keyrt á
þurkvöll. Reynist þetta verkfæri eftir líkum, mun það verða
hið mesta búmannsþing, sem ásamt grindaljánum getur
komið til mikils léttir við heyskapinn á mörgum jörðum.
fakob H. Líndal.
7