Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 82
Ný verkfœri.
Það, sem mest af öllu léttir undir í kapphlaupi þjóð-
anna um meiri og fljótari framleiðslu, eru hentug verk-
færi og vinnuvélar.
Á öllum sviðum bætast árlega ný bætt verkfæri í hóp-
inn, en einhverju af hinum eldri er kastað sem úreltum
og óhæfum.
Sumt af þessum uppfyndingum og umbótum getum
vér íslendingar hagnýtt oss, en flestar koma hér ekki til
greina, sökum vorra sérstöku staðhátta.
Undanfarin ár hefi eg reynt að fylgja þessum hreif-
ingum, eftir því Sem eg hefi átt kost á, gegnum verð-
lista og búnaðarrit nágrannaþjóðanna, en hefi þó hlut-
fallslega fátt fundið, umfram það, sem áður er kunnugt,
er eg hefi talið eiga hingað sérstakt erindi, með öllu ó-
breytt, að svo komnu.
Eg vil hér með nokkrum línum vekja athygli á nokkr-
um alment lítið þektum eða alókunnum verkfærum, er
geta hér víða komið að gagni til ómetanlegs léttis við
búnaðarstörfin.
Lokrœsaplógur er hið síðasta nýja verkfæri, sem eg
hefi séð getið. * Fullnaðarprófun hans var lokið á bún-
aðarskólanum á Hvammi í Noregi 7. desember 1Q16.
Plóg þenna draga 2 hestar og grefur hann ræsi 1 meter
að dýpt með venjulegri lokræsabreidd. Landið má auð-
* >Samvirke« nr. 1, 1917