Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 107
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands. 113
inni. Næstar þeim hafa 2 undanfarin ár komizt kartöflur
frá Undirfelli í Vatnsdal. Ef uppskera Hebronskartafla er
sett 100, þá svara Undirfellskartöflur til 99, en lakasta
afbrigðið aðeins til 43. Má af þessu marka, hve geisi-
mikið kartöfluræktin er komin undir góðum stofnum til
útsæðis.
Sum amerísku kartöfluafbrigðin, er getið var í fyrra,
gáfu allgóða uppskeru, en sérstaklega reyndust þau bráð-
þroskaðri en önnur afbrigði, er hér hafa verið reynd.
Virtust fullþroska síðast í ágústmánuði, en alment spruttu
kartöflur mikið eftir þann tíma.
Rófnarækt. Prándheimsgulrófur hafa nú í fyrsta sinn
orðið að víkja úr efsta sæti í uppskeruröðinni. Hlut-
skarpari varð svonefndur Klankstofn af Banghólmsrófna-
kyni, alinn upp í Danmörku og kynbættur þar í mörg
undanfarin ár. Pað fræ hefir aldrei verið reynt hér fyr.
Trjárækt. Sumarið var með beztu trjáræktarsumrum.
Að öðru leyti vísað til ritgerðar um trjárækt hér að framan.
Blóma- og matjurtarækt. Um hana hefir annast ung-
frú Ouðrún Björnsdóttir, garðyrkjukona. Skýrsla hennar
er á þessa leið:
»Sem kunnugt er var vorið 1916 óvanalega kalt; sí-
feld norðanátt með hríðarveðri hélst framundir 20. maí.
Jörð var frosin og snjór lá víða í stöðinni langt fram-
yfir þann tíma. Öll vorstörf urðu því seinni en venja er
til, og vaxtartími plantnanna styttist þarafleiðandi tals-
vert. En eins og vorið var kalt var sumarið hlýtt. Pegar
hlýindin komu gréri alt ótrúlega fljótt. í júlí og ágúst
var hitinn oft um og yfir 20° C. í skugganum. Hæstur
hiti var 13. ágúst 25° C.
Þegar áleið sumarið urðu þurkarnir altof miklir. Frá
8