Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 88
Q4 Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
menn hefðu unnið það með góðum handverkfærum á
sama líma. Plóginn geta nokkrir menn átt í félagi; verð-
ur þá kostnaðurinn hverfandi fyrir hvern einstakan og
fæst að fullu greiddur í vinnusparnaði á einum degi.«
Umsögn í svipaða átt hefi eg fengið frá fleirum, er
plóginn hafa notað, Reynist hann yfirleitt vel. Hina smá-
vægilegu galla, sem hér eru taldir, er auðgert að bæta
og mun plógasmiðurinn, sem nú er Stefán Stefánsson,
járnsmiður á Akureyri, taka þessar breytingartillögur til
greina framvegis. Plógurinn kostaði síðastliðið haust
30.00 kr.
Sláttuvélar eru orðnar talsvert gamalkunnar vélar, en
hafa ýmsum breytingum verið að taka alt til þessa. Af
nýrri breytingum, sem eg hefi orðið var, gerði eg mér
einna mestar vonir um hina nýju Bjerings-sláttuvél. Er
hún uppfundin af norskum manni, Bjering að nafni, og
var reynd opinberlega á landbúnaðarháskólanum í Ási
1913, síðan til sýnis á sýningunni í Kristjaníu 1914. Vél
þessi var sérstaklega ætluð á smágerðan þéttan gróður.
Er hún með tveim Ijáum, sem ganga á víxl hver á móti
öðrum, þannig, að hnífblöðin mætast mitt á milli fingr-
anna. Sker hún því grasið með skemra millibili en hinar
algengu vélar og ætti því að geta slegið nær. Landbún-
aðarháskólinn gat þessarar vélar með hrósi í skýrslu
sinni, en gallar þóttu þó á vera, svo ekki náði hún út-
breiðslu í stórum stíl. Uppfyndingamaðurinn komst í
fjárþröng, endurbótum var hætt, en nú er sagt að hann
muni vera að byrja á nýjan leik. Ekki að vita hvað hon-
um tekst með tímanum. Á því þarf að hafa gætur.
Einna fullkomnastar að gerð og bezt við okkar hæfi
munu nú vélarnar Mc. Cormick og Deering, smíðaðar í
Chicago. Af þeim hefir Ræktunarfélagið útvegað allmarg-
ar undanfarin ár. Skera þær svo nærri, að tæpast mun
lengra komizt, nema ef vera kynni með Bjerings-aðferð
eða á einhvern enn ófundinn hátt. Milli þeirra véla þori