Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 111
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands. 117
Náttfjóla (Hesperis tristis). Blómin gulgrá, angar sterkt
á kvöldin.
Fingurbjörg (Digetalis). Blómin eru gulbleik og í lag-
inu svipuð fingurbjörg.
Tvær síðastnefndar plöntur blómstruðu ekki, en þrosk-
uðust vel og gáfu góðar vonir um að þær mundu reyn-
ast vel.
fapönsku blómafrœi var sáð í vermibeð úti, reyndist
það ágætlega, stóð í blómi allan seinni part sumars, þar
til frostin komu.
Pottaplöntur:
Pelargoniu, Gyldenlak, Lunaria, Verbena, Stokkrós
var plantað í potta frá vermireitnum og settar í sólhús.
Prifust þar mjög vel. Gjörð var og tilraun með Tomata
(solanum Lycopercicum), sáð í vermireit og plantað það-
an í potta og settir í sólhús. Ávextirnir máttu heita full-
þroskaðir, voru að byrja að roðna þegar frostin komu.
Skemdadýr á plöniunum.
Grasmaðkur gjörði tilfinnanlegan skaða á öllu káli,
nagaði sundur rótarhálsinn. Gripið var til þess ráðs að
týna maðkinn, oftast lá hann í efsta moldarlaginu rétt
við rótarhálsinn.
Á brrki og víðir var gráleit lirfa, sem spann saman
blöðin og át blaðkjötið. Sumarið 1915 gjörði þessi
maðkur mikinn skaða, sérstaklega á víði. Var þá gjörð
tilraun með að vökva víðirinn með kalkblönduðu blá-
steigsvatni og er hugsanlegt að sú hafi verið ástæðan til
að maðksins varð minna vart í sumar en í fyrrasumar;
því gjöra má ráð fyrir að fiðrildið verpi eggjunum í
moldina og þar sé maðkinn að finna.
Á litlum gullregnsplöntum gjörðu smásniglar talsverð-
an skaða, átu blöðin jafnóðum og þau komu, víða mátti
sjá algerlega bitið ofanaf fræplöntunum. Sem meðal við
sniglunum var brúkað brent kalkmél, sem stráð var yfir