Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 103
Arsrit Rækttinarféiags Norðurlands.
10Q
það er mjög margs að gæta við þetta verk, margar að-
íerðir, sem gætu komið til greina, sem alla samanburðar-
reynslu vantar um. Álít eg því mjög mikilsvert, að stutt
væri að tilraunum í þessu efni, svo ábyggileg úrlausn
sem almenningur gæti farið eftir, fengizt hið allra fyrsta.
Einkennileg grasrækt.
Síðasti maímánuður er mörgum minnisstæður. Vor-
langir voru dagarnir eins og venja er til, en óslitin hjarn-
breiðan og nístandi norðannæðingarnar skutu mönnum
skelk í bringu, þvt Stabbinn mjókkaði óðum og stráin
voru á þrotum víða. Þá gengu margir þreyttir til sæng-
ur að kvöldi og sváfu þó ekki rótt, því á næsta leyti
blasti við hyldýpi íslenzkrar hörmungar — fellirinn.
Á svona tímum er eðlilegt að menn leggi höfuð sín í
bleyti, og leiti ýmsra bragða til þess að bjargast, en það
virðist ofurkapp eitt, að láta sér koma það til hugar, að
takast fangbrögðum á við hjarnfönnina og þeyta henni
útí hafsauga, en græða upp grænt gras í staðinn.
í slíkum stórræðum stóð þó Baldvin Friðlaugsson,
sýslubúfræðingur á Reykjum, fyrstu dagana í maímán-
uði. Veitti hann sjóðheitu hveravatninu útum hið svo-
nefnda hveraengi og bræddi þannig af því 1—2 metra
þykka hjarnbreiðu á 6 dagsl. svæði. Bráðnaði skjótt þar
sem vatnið náði til með fullum krafti, en af smá mis-
hæðum vörðust snjódrangarnir svo vasklega, að þeir
féllu ekki í valinn, fyr en sunnanvindarnir lögðust í lið
með hveragufunni og ofsóknum Baldvins síðast í maí-
mánuði. Áveitusvæðið grænkaði skjótt og greri, þótt kalt
væri í lofti og kuldalegt að líta í kring. Var byrjað að
slá beztu blettina 28. maí, og því svo haldið áfram næst-
um daglega fram í miðjan júnímánuð. Svo var fannfergi
þá enn mikið í Reykjahverfi, að mestur hluti heysins var
keyrður burtu á sleðum. Alls voru slegnir þarna um 50