Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 108
114 Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
því seint í maí til seint í ágúst kom aldrei regn, sem
nokkurt gagn væri að. Regnleysið varð enn tilfinnanlegra
vegna þess, að vatnslindir Oróðrarstöðvarinnar þornuðu
alveg að heita mátti um miðjan ágúst. En þrátt fyrir
þurkana varð afkoma gróðrartilrauna í sumar framar öll-
um vonum.
13. maí var lagður vermireitur og 18. sama mánuð
var sáð í hann matjurta- og blómafræi. 24. maí voru
lagðir og sáðir sólreitir með gulrófufræi.
Það fyrsta, sem sáð var úti, voru ertur.
Pilertur sáð 2. júní, voru fullþroska í byrjun október.
Sykurertur (Engelsk sabel) voru settar í léttan myldinn
jarðveg. Fræskolmarnir voru nokkurnvegin þroskaðir í
byrjun október.
Mainæpur. Af þeim var sáð 7. júní þremur sortum:
Hvite tidlige Mai, Amerikanske og Snewball. Sú fyrst-
nefnda virðist vera ágæt sort, varð fyrst þroskuð, þar-
næst var »Snewball«. Báðar þessar sortir eru mjög
bragðgóðar. »Amerikanske« urðu seinast þroskaðar og
eru engu bragðbetri en hinar.
Gul-, Pastinak-, Persille- og Rauðrótum var sáð 4.
júní, en úr þeim varð ekkert teljandi og voru til þess
ýmsar sýnilegar ástæður. Ofseint sáð, jarðvegur of þétt-
ur, og síðast en ekki sízt það, að ekki fékst það fræ,
sem pantað var, en í stað þess annað, óreynt fræ hér.
Vorið 1Q15 var sáð Pastinak-, Persille- og Svartrótum.
Ætlunin var að láta þær þroskast á tveim árum. En
flestar plönturnar hlupu í njóla og rótin trénaði. Rær
fáu plöntur, sem ekki blómguðust, náðu góðum þroska
og voru mjög bragðgóðar.
Hreðkur (Non plus ultra og almindelig röd med hvid
rotspids). Peim var sáð á þriggja vikna fresti alt sumar-
ið. »Non plus ultra« er ágæt sort, að því er snertir út-
litið, öll rótin sterk og blóðrauð, en trénar fljótt. »AI-
mindelig röd« hefir þann galla, að fræið er mjög óekta og