Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 32
36 Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
Nú stendur hér 3 — 3.15 mtr. hár og þéttur runni, sem
lengi hefir staðið sem útvörður og verndari trjágróðurs-
ins í stöðinni fyrir hörðustu vindaátt.
»En hver þremillinn stingur mig þarna!« heyrist kall-
að. Pað er einhver, sem fálmað hefir í þyrniplönturnar,
því þær eru illar viðkomu ókunnugum. Altaf reiðubúnar
til þess að verja sig sjálfar og það svæði, sem þeim er
fengið til umráða. F*ær eru nú um mannhæðar háar og
all óárennilegar til atlögu.
Margt er hér fleira, sem fyrir augun ber, en hér skal
staðar numið um stund, má þá síðar ryfja upp einstök
atriði, ef tími vinst til. Við dvöldum hér stutta stund
en þó hefir hér á þessum litla skógarbletti lokizt upp
nýr heimur fullur af unaði og fegurð. Vér horfum yfir
16 ára skógarreitinn að skilnaði. Hér var áður ömurleg
auðn. Nú virðist oss hér fegursta málverk frá fjarlægum
löndum orðin að virkileika. Og suma langar til að staldra
við örlitla stund enn, og slaka eitthvað svolítið á taum-
unum við ímyndunaraflið, þá tekst þeim að sjá, hvernig
alt yfirborðsútlit stöðvarinnar getur runnið saman í sam-
felda heild, breyzt í Ijómandi landslag, hæðir og hátinda,
kynlega hvoli og lággróðurs dali með lifandi laufskrúð
að hlíðum. Petta er veruleika sýn, og þó er það draum-
sýn um leið. Draumsýn hugsjóna mannanna af landinu
okkar, sem þá langaði til að sjá laufi skrýtt frá hæstu
fjallahlíðum til fjöru.
En nú er haldið af stað suður í tilraunastöðina sjálfa.
Það er aðeins trjáræktun, sem vér nú skygnumst eftir,
þótt margt sé þar fleira, sem vert væri að dvelja við um
stund. Legu hennar og landslag verðum við fyrst snögg-
vast að líta yfir. Landið er mishæðótt. Aðalhalli til aust-
urs. Hér voru melhólar, mýradrög, holt og valllendis-
móar fyrir nokkrum árum, erfitt og óálitlegt land til rækt-
unar. Má því enginn ætla, að valið hafi verið af betri
endanum, eftir því sem alment gerist til sveita. Hér hef-
ir nú verið plantað trjám og runnum í nærfelt 3 dagsl.