Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 26
30
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
um af kirkjunni að norðan og svo hefir mikil vörn ver-
ið að bárujárnsgirðingu, nær 2 á!na hárri að austan og
sunnan. Það var byrjað að brjóta landið 1899, en sáð
ýmiskonar trjáfræi og plantað nokkru af útlendum plönt-
um 1900. Öldin telur því eftir um aldurinn.
Petta er oss nóg að vita í bráðina og svo göngum
vér inn. Hér eru trjáplönturnar aðeins 16 ára og þaðan-
af yngri. Engir burgeisar geta það verið. Mannshæðar-
háar í hæsta lagi. Pannig hugsa margir, enda eðlilegt.
Peir sem vilta skóginn þekkja, vita að hann er hægfara.
Hinir, sem engan trjágróður hafa séð, hafa það í til-
finningunni, að trén þurfi mannsaldur eða meira til þess
að vaxa, og meina þó með þeim vexti aðeins nokkrar
álnir.
En ykkur bregður máske í brún. Svo hefi eg séð
mörgum manni fara, sem inn hefir komið. Petta eru
engar smáplöntur. Það ljúkast upp fyrir oss laufhvelfdir
gangar beint áfram og til beggja hliða, svo háir og víð-
ir, að laufskrúðið lykur sig saman langt yfir höfðum
vorum. Pað eru skuggar hið neðra, en langt hið efra
gegnum laufhvelfinguna tindrar geislaskrautið sem tíbrá
milli blaktandi blaða.
Eg lét taka mynd af þessum göngum í sumar, því
sjón er sögu ríkari, og grunað gætuð þið mig um í-
burð og ýkjur. Myndin er tekin frá vestri og sést fram
gegnum laufganginn og út á Akureyrarpoll. Pví miður
gætti eg þess ekki, að láta mann standa í ganginum til
þess að sýna sem Ijósast hæðina. En eg get sagt ykkur
með sanni, að annars vegar við ganginn eru reynitrén
4,65 mt. að hæð, en hins vegar 4,85 mt. (15,4 fet).
En hér ber ýmislegt fleira fyrir auga. Milli trjáraðanna
sjáum vér afmörkuð beð með borðræmum. það eru fræ-
beðin og þakið lyngi yfir sum til hlífðar. Þar er trjá-
fræinu sáð og þar standa plönturnar fyrstu 2 árin, síð-
an er þeim plantað í dreifbeðin og þar fá þær að standa
næstu 2 — 3 árin, unz þær eru fluttar og þeim plantað