Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Qupperneq 73
árin 1952—1961 9,7°C og meðalúrkoma þessa árstíma 189
mm. Á Akureyri reyndist meðalhiti u.þ.b. sama árstíma ár-
in 1931—1960 10,4°C og meðalúrkoma 68 mm (Veðráttan
1962). Þótt úrkoma hafi verið allt að því þrisvar sinnum
minni á Akureyri, þá var hitastigsmunur lítill, en talið er
(Vigerust 1933) að hæðarmörk snarrótar í Suður-Noregi séu
í u.þ.b. 1300 metra hæð, en sú hæð mundi samsvara ca 300—
400 m hæð í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar ef mið er tekið
af hitastiginu. Snarrót á láglendi og hálendi hefur verið lýst
allrækilega í Noregi (Foss 1933 og Vigerust 1935). Kemur
þar fram að þótt hún sé uppskerumikil, efnarík og ágætis
beitarplanta á hálendi, er hún nánast illgresi á láglendi.
Verst var hún þokkuð á láglendi fyrir það hversu skörp
blöðin voru viðkomu og því ólystug skepnum. Sömuleiðis
voru menn lítt hrifnir af hinni velþekktu þúfnamyndun
snarrótarinnar. Þessu er á allt annan veg farið á hálendi, þar
sem blöðin verða mýkri viðkomu og þtifnamyndun minni
eftir því sem ofar dregur.
Þessi lýsing á hegðun snarrótarinnar svarar að nokkru til
þess, sem við þekkjum hér á landi, þó til undantekninga
heyri að snarrótin verði svo stórvaxin og gróf að hún sé
talin algjört illgresi. Kernur þetta heim við það að veðurfar
á láglendi hér, samsvarar því norska í allmikilli hæð, eins
og dæmi er tekið um hér að framan. Hver er svo ástæðan
fyrir þessum mun á snarrótinni á láglendi og upp til fjalla?
Er það mismunur í veðurfari, hita og úrkornu, eingöngu,
eða hafa þróast afbrigði til fjalla, sem frábrugðin eru þeim
er neðar vaxa. Ef svo væri mætti flytja þá snarrót á lág-
lendið og fá góða beitarjurt. Hvernig sem því er varið, þá
virðist breytileiki allnokkur á snarrót hér á landi, bæði á
lit, gerð blaða o. fl., og þar sem þessi planta þekur óneitan-
lega verulegan hluta af bæði beitar og slægjulandi okkar,
ætti að vera ómaksins vert að rannsaka hana nánar.
Á mynd 1 er brugðið upp niðurstöðum af þroskamati og
lengdarmælingum sýnanna. Þar sem þroskinn var nánast
metinn samkvæmt sjón og tilfinningu, en ekki með smá-
sjárhjálp eða djúpúðugri plöntulífeðlisfræðilegri þekkingu,
75