Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Page 43

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Page 43
irnar allvel frá lofthitanum og verndar þær gegn frostkali. Það sem gerist er að ákveðnir rotsveppir, svonefndir kal- sveppir, dafna undir snjóþekjunni, og valda áverkum á jurt- inni, sem geta leitt til dauða. Þetta er sú tegund kals, sem rotkal nefnist. í N.- og V.-Noregi og í S.-Finnlandi, þar sem veðrátta er sveiflukenndari verða kalskemmdir mestar ef jarðklaki myndast að hausti, síðan koma hlákuskeið fylgt af vetrar- frostum og loks oft á tíðum frost á auða jörð að vori (And- ersen 1963 a, 1963 b, Pohjakallio et al. 1963, Ársvoll 1973). Hefur Andersen (1963 b, 1966 a) bent á að á slíkum svæðum verði kalskemmdir vegna köfnunar jurtanna undir vatni og svellum, slíkar kalskemmdir nefnast vota- og svellakal. Hérlendis hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til að finna hvaða þættir veðurfarsins væru valdir að kalskemmdum. Ólafur Jónson (1937) kannaði hvað hefði einkennt kalár fyrr á tímum. Virtist honum að höfuðástæðan til kal- skemmda væru köld vor, en mest verði tjónið ef veturnir væru einnig kaldir. Sturla Friðriksson (1954) bar saman veð- urfarið á kalárum og árum án kalskemmda á árabilinu 1948 — 1952. Kom þar einnig fram að köld veðrátta að vetri og vori virtust einkum skaðleg. Páll Bergþórsson (1970) taldi vetrarhitann ráða hér meira en vorhitann, og benti á að kal- skemmdir virtust nær alltaf samfara vetrarhörkum. Markús Á. Einarsson (1970) rannsakaði veðurfarið á þremur veður- athugunarstöðvum á N.- og A.-landi á árabilinu 1960— 1969 og taldi að ekkert samband væri milli kalskemmda og hausthita, nokkurt samband milli kalskemmda og vetrar- hita, en að kalskemmdir yrðu helst ef hitaskilyrði að vori væru óhagstæð, og lagði hann mesta áherslu á veðurfarið eft- ir fyrstu vorhláku. Ellenberg & Ellenberg (1969) héldu því fram að á Islandi kynnu vorþurrkar að ráða miklu um kal- skemmdir, en að frostkal og svellkal væru meðvirk. Ruthsatz & Geyger (1971) settu að afloknum rannsóknum fram svip- aða skoðun, en töldu einnig að jurtirnar köfnuðu undir vatni í vetrar- og vorhlákum, að um votkal væri að ræða fremur en svella- eða frostkal.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.