Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 83
kvæmnin vart verið nógu mikil. Vonast er til, að með frek-
ari rannsóknum og endurbótum megi nota slík tæki í fram-
tíðinni til að ákvarða að fullu frjósemi ærinnar nokkru
fyrir burð. Þannig mætti hugsanlega flokka ærnar eftir
því, hvort þær gengju með eitt eða fleiri lömb og taka frá
þær algeldu. Síðan væri hinum ýmsu ærhópum mismunað
í fóðri síðustu vikurnar fyrir burð, þegar þarfirnar til fóst-
urvaxtar eru mestar.
Frjósemi hrútanna.
Hér að framan hefur eingöngu verið fjallað um frjósemi
ánna og þykir því að lokum viðeigandi að minna á fáein
atriði varðandi frjósemi hrútanna. Hér á landi hefur verið
lítið um rannsóknir á kynstarfsemi hrúta. Líkt og gimbr-
arnar verða íslenskir lambhrútar kynþroska tiltölulega ung-
ir. Samkvæmt athugunum á Hvanneyri má gera ráð fyrir,
að lífeðlisfræðilegum kynþroska sé náð síðla sumars og
snemma hausts, svo sem dæma má af þroska kynfæra og
myndun sáðfruma í eistum. Gæði sæðisins batna stöðugt
eftir þvi sem lambið eldist og þroskast betur, og í flestum
tilvikum er hægt að nota lambhrúta með góðum árangri
á fengitíma, þegar þeir eru 7—8 mánaða gamlir. Stöku
sinnum vill bera við, að kynfæri lambhrúta séu á einhvern
hátt vansköpuð eða gölluð, og þarf að hafa gát á slíku við
lífhrútaval, eftir því sem föng eru á. Hófleg notkun á lamb-
hrútum er sjálfsögð, t. d. 20—30 ær á fengitíma, og gefst þá
tækifæri til að bera saman lömb undan þeim og öðrum
hrútum á búinu (afkvæmarannsókn). Þeir þurfa að sjálf-
sögðu góða fóðrun, og ætti þá slík notkun ekki að hafa
nein óæskileg áhrif á vöxt, þroska og frjósemi síðar á ævi-
skeiðinu.
Hrútar virðast ekki hafa afmarkaðan fengitíma eins og
ærnar. Þó sýna þeir sterkasta kynhvöt á þeim tíma, er fengi-
tíð ánna stendur sem hæst. Algengt er að ætla fullorðnum
hrútum 50—60 ær að jafnaði yfir fengitímann. Vísindaleg-
ar upplýsingar um raunverulega afkastagetu hrúta á fengi-
87