Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Page 52
+
[HíllllllllllllllllllllllllllT^-NJÖHULA
Stækkuð tákn til skýringar á mynd 1 og 2.
kólni og leggist nýtt snjólag á jörðu yfir svellin, sem þá hafa
myndast. Ný snjóhula getur haft áhrif til kalauka á þrjá
vegu. I fyrsta lagi verndar snjórinn nýmynduð svell, þannig
að þau rofna ekki í minni hlákum síðar að vetrinum. í
öðru lagi myndar snjórinn grundvöll að nýjum svellum, og
í þriðja lagi hlýtur mikill snjór síðari hluta vetrar að auka
vatnsmagnið, sem leysist úr læðingi í vorhlákum.
Þar sem líkur benda til að svellin ráði svo miklu um kal-
skemmdirnar er eðlilegt að hyggja nánar að ýmsum þáttum
tengdum myndun og legu þeirra. í töflu 2 eru settir upp
helztu þættirnir, er líklegir virðast til að ráða áhrifum
svellanna á kalskemmdir, og er sýnt hvernig þættirnir hafa
breyzt ár frá ári á Raufarhöfn.
Kemur fram í töflu 2 að kalið vex jafnt og þétt eftir því
sem legutími 1. svella (X3) vex. Frá þessu er þó undantekn-
ing. Virðist í flestum tilvikum mega útskýra ósamræmi með
mismiklu vatnsmagni í hlákum, mislöngum hlákum eða
nýjum svellum síðar að vetrinum. Árið 1969 er með sömu
kalskemmdir og 1965, en 19 dögum skemmri legutíma 1.
svella, en 1969 bætast við ný svell í 15 daga (X5), sem hafa
bætt upp það, sem vantaði á legutíma 1. svella. Samanburð-
56