Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 95

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 95
ekki lengi að undrast. Við erum komnir að þessu, eða þetta er komið til okkar. Þetta er varða og við þekkjum hana strax. Nokkrum haustum áður en þetta var, höfðum við gangnamenn í fyrstu göngum beðið þarna í þoku og þá dundað við að hlaða vörðu á hól, rétt norðan við Ytrieyr- arnar. Við erum því nákvæmlega á réttri leið og hressir það okkur mikið. Sigfús fær sér bita og ég sýp á kaffinu. Síðan höldum við áfram. Færð og veður er enn eins. Við sniglumst áfram lengi, lengi. Ársgamall hvolpur Hringur, sem með okkur er, hefur alltaf gengið við hlið okkar, gengur nú að- eins framar. Allt í einu hverfur hann. Við nemum óðar staðar og ég kalla á hvolpinn. Hann svarar strax og kemur brátt til okkar. Hann hafði gengið fram af smá snjóhengju. Þá vitum við hvar við erum. Þetta getur hvergi verið nema í kambinum sunnan Hafralónsár, þar sem hún brýst fyrir endann á Hvítahrauninu. Við beygjum af leið og reynum að krækja fyrir hengjuna. Það tekst. Nú er ekki um að vill- ast, við erum á réttri leið. Eg gerist nú mjög máttfarinn. Alltaf styttist milli þess, sem ég verð að fá mér að drekka. Sigfús segist ekki vera þyrstur, en ég veit að það getur ekki verið rétt, hann er aðeins að treina kaffilöggina handa mér. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég ekki tekið annað í mál, en við skiptum kaffinu jafnt á milli okkar, en nú hefur magabólgan bugað svo stolt mitt, að ég verð að fá mér að drekka, hvað sem félaga mínum líður. Það dimm- ir af nóttu. Við þykjumst verða þess varir, að við séum að ganga upp brekku. Þá er allt í lagi. Við erum að fara upp á Hávarðsdalsfjallið. Loksins heyrum við niðinn í Stóra- fossi. Guði sé lof. Niður fossins lætur í eyrum okkar sem fegursti kórsöngur. Við erum enn á réttri leið. Nú er aðeins eftir að finna kofann. Þegar við beygjum fyrir endann á Hávarðsdalshnjúknum göngum við skyndilega út úr hríð- inni. Það er bjart af tungli og við sjáum svarta klettana í Skessuhamrinum. Við tökum stefnu á kofann eftir þeim. Við finnum kofann vafningalaust. Mikið erum við fegnir. En hvað er klukkan? Hún er 9. í sextán tíma erum við bún- ir að vera á göngu. Við kveikjum nú upp í eldavélinni og 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.