Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Page 47
Var síðan reiknuð fylgni kalskemmda við allar þessar töl-
ur fyrir hvern einstakan mánuð frá september til maí, einn-
ig fyrir árstíðirnar þrjár, haust (okt,—nóv.), vetur (des,—
marz), vor (apríl—maí) og allan hvíldartíma plantnanna,
(okt.—maí).
Samband kalskemmda og veðurfars var einnig kannað
með því að draga upp línurit yfir ákveðna veðurfarsþætti
á ýmsum veðurathugunarstöðvum hin ýmsu ár. Var með
þessu móti hægt að sjá hver væri heildarþróunin í veður-
farinu í kalárum og árum án kalskemmda. Voru borin sam-
an tvö ár í sama hreppi og einnig tveir hreppar sama ár.
Náði þessi samanburður því til allra ára og allra hreppa,
sem voru með í rannsókninni. Er nánar greint frá þessum
samanburði í annarri ritgerð (Bjarni E. Guðleifsson 1971).
Loks voru teknir fyrir nokkrir veðurfarsþættir, sem mæld-
ir eru á veðurathugunarstöðvum og frá þeim afleiddir nýir
þættir, sem líklegir máttu teljast til að vera nánar tengdir
þeim áverkum, sem jurtirnar verða fyrir í kalskemmdum.
Þessir afleiddu þættir voru:
1. Vatnsmagn í fyrstu afgerandi vetrarhláku.
2. Styrkleiki fyrstu vetrarhláku.
3. Legutími fyrstu svella.
4. Styrkleiki annarrar vetrarhláku.
5. Legutími síðari svella.
6. Vatnsmagn í vorleysingum.
7. Úrkoma eftir að jörð varð auð að vori.
Vatnsmagn í fyrstu vetrarhláku er það vatn, sem getur
hlaupið í svell í næstu frostum. Með vatnsmagninu er talin
öll úrkoma á hlákuskeiðinu að viðbættri allri úrkomu á
þann snjó, sem bráðnar í hlákunni, allt aftur að þeim tíma
er snjódýpt varð minni en 5 cm. Er hér reiknað með að sú
úrkoma, sem fellur í snjóinn safnist fyrir og leysist úr læð-
ingi í hlákunni.
Vegna þess að tún kelur oftast niðri í lægðum eru ein-
ungis teknar til athugunar afgerandi hlákur, sem eyða snjó-
þekjunni að einhverju leyti um tíma. Styrkleiki hlákunnar
50