Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Síða 44
Af því sem hér hefur verið greint frá má ljóst vera, að
ekki eru menn á einu máli um það, hvenær og hvernig veðr-
áttan ráði jurtunum bana í kalárum hér á landi. Vel má þó
vera að kalskemmdir á Islandi verði á mismunandi vegu
hin ýmsu ár og valdi það ósamræmi í niðurstöðum rann-
sóknanna. En athuganir hafa sýnt að yfirbragð kalskemmd-
anna á síðari árum hefur oftast verið nokkuð svipað, og
bendir það til þess að í meginatriðum verði kalskemmdir
hér yfirleitt af sömu völdum. Hlýtur því að mega finna
hverjir eru aðaldrættir veðurfarsins flest eða öll kalárin og
þá hvaða þættir veðurfarsins eru helztu kalvaldar. Ósam-
ræmi í ályktunum þeirra, sem að framan greinir, kann
einnig að skapast af því að vinnubrögð þeirra, sem að rann-
sóknunum hafa unnið hafa verið mjög ólík. Kalheimildirn-
ar eru mjög mistraustar og misjafnar að gæðum og fæstir
hafa gert beinar athuganir á veðurfarinu, heldur byggt á
skýrslum Veðurstofunnar. Þeir fáu, sem sjálfir hafa fylgzt
með veðurfarinu hafa á hinn bóginn oft gert það aðeins
einn vetur eða hluta úr vetri eða vori. Má segja að tilfinn-
anlega hafi skort heimildir, sem eru sambærilegar á milli
svæða og frá ári til árs, og að auk þess hafi ekki verið kann-
að að neinu marki hvernig veðurfarinu sé háttað umhverfis
jurtirnar að vetrinum.
I þessari ritgerð er ekki stuðst við eigin athuganir á veð-
urfari, heldur reynt að vinna úr hinum venjulegu veður-
athugunum Veðurstofu Islands. Verður leitast við að varpa
ljósi yfir einkenni veðráttunnar á Norðurlandi á kalárun-
um milli 1962 og 1969. Er þetta árabil rannsakað vegna þess
að handbærar eru sambærilegar heimildir um kalskemmd-
ir í nokkrum hreppum á Norðurlandi frá þessum tíma
(Bjarni E. Guðleifsson 1973). Verða kalskemmdir í 10
hreppum tengdar ýmsum þáttum veðurfars, sem mældir eru
á veðurathugunarstöðvum í þessum sömu hreppum. Síðan
verður gerð tilraun til að skyggnast nánar ofan í þá þætti
veðurfarsins, sem helzt virðast tengdir kalskemmdunum og
reynt að ráða á hvern hátt þeir veita jurtunum áverka og
valda kali.
47