Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 44

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 44
Af því sem hér hefur verið greint frá má ljóst vera, að ekki eru menn á einu máli um það, hvenær og hvernig veðr- áttan ráði jurtunum bana í kalárum hér á landi. Vel má þó vera að kalskemmdir á Islandi verði á mismunandi vegu hin ýmsu ár og valdi það ósamræmi í niðurstöðum rann- sóknanna. En athuganir hafa sýnt að yfirbragð kalskemmd- anna á síðari árum hefur oftast verið nokkuð svipað, og bendir það til þess að í meginatriðum verði kalskemmdir hér yfirleitt af sömu völdum. Hlýtur því að mega finna hverjir eru aðaldrættir veðurfarsins flest eða öll kalárin og þá hvaða þættir veðurfarsins eru helztu kalvaldar. Ósam- ræmi í ályktunum þeirra, sem að framan greinir, kann einnig að skapast af því að vinnubrögð þeirra, sem að rann- sóknunum hafa unnið hafa verið mjög ólík. Kalheimildirn- ar eru mjög mistraustar og misjafnar að gæðum og fæstir hafa gert beinar athuganir á veðurfarinu, heldur byggt á skýrslum Veðurstofunnar. Þeir fáu, sem sjálfir hafa fylgzt með veðurfarinu hafa á hinn bóginn oft gert það aðeins einn vetur eða hluta úr vetri eða vori. Má segja að tilfinn- anlega hafi skort heimildir, sem eru sambærilegar á milli svæða og frá ári til árs, og að auk þess hafi ekki verið kann- að að neinu marki hvernig veðurfarinu sé háttað umhverfis jurtirnar að vetrinum. I þessari ritgerð er ekki stuðst við eigin athuganir á veð- urfari, heldur reynt að vinna úr hinum venjulegu veður- athugunum Veðurstofu Islands. Verður leitast við að varpa ljósi yfir einkenni veðráttunnar á Norðurlandi á kalárun- um milli 1962 og 1969. Er þetta árabil rannsakað vegna þess að handbærar eru sambærilegar heimildir um kalskemmd- ir í nokkrum hreppum á Norðurlandi frá þessum tíma (Bjarni E. Guðleifsson 1973). Verða kalskemmdir í 10 hreppum tengdar ýmsum þáttum veðurfars, sem mældir eru á veðurathugunarstöðvum í þessum sömu hreppum. Síðan verður gerð tilraun til að skyggnast nánar ofan í þá þætti veðurfarsins, sem helzt virðast tengdir kalskemmdunum og reynt að ráða á hvern hátt þeir veita jurtunum áverka og valda kali. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.